Fréttablaðið - 10.12.2011, Side 25

Fréttablaðið - 10.12.2011, Side 25
LAUGARDAGUR 10. desember 2011 25 KEMUR Í DAG Jólalest Hin árlega Jólalest Coca-Cola fer um höfuðborgarsvæðið laugardaginn 10. desember með tilheyrandi jólatónum og ljósadýrð. Lestin hefur ferð sína kl. 16:00 frá höfuðstöðvum Vífilfells að Stuðlahálsi og ekur svo um helstu hverfi og bæjarfélög höfuðborgarsvæðisins fram á kvöldið. Leiðarlýsing með fyrirvara um að tímasetningar geta breyst er eftirfarandi: 16:00 - 17:00 Stuðlaháls, Grafarholt, Mosfellsbær, Grafarvogur, Vogahverfi, Suðurlandsbraut, Höfðatún (Hamborgarafabrikkan), Sæbraut 17:00 - 18:00 Lækjargata, Mýrargata, Vesturbær, Hringbraut, Kringlumýrarbraut. Kópavogur (byrjað í Hamraborg og endað í Smáralind) 18:00-20:00 Smáralind (lestin verður þar um kl. 18:00), Garðabær, Hafnarfjörður, Austurbær Kópavogs, Breiðholt og svo að lokum Árbær. Vinsamlega athugið að Jólalestin mun ekki aka um Laugaveg að þessu sinni. Fylgist með ferð Jólalestarinnar á Jólastöðinni FM 96,7 Með þér um jólinNánari upplýsingar á Coke.is C o c a -C o la ® i s a r e g is te re d t ra d e m a rk o f T h e C o c a -C o la C o m p a n y. © 2 0 11 T h e C o c a -C o la C o m p a n y Það þarf sennilega lítið til að gleðja mig hugsaði ég þegar ég sat með kaffiboll- ann og ostabrauðið laugardagsmorguninn 29. október síðastliðinn og las grein í Frétta- blaðinu eftir Snorra Baldursson þjóðgarðs- vörð. Skondinn var hann á köflum þannig að ég náði jafnvel að flissa. Mér fannst dásemd þegar ég var upplýst um það að í Vatnajökulsþjóðgarði eru bara vegir, engar slóðir eða leiðir. Þannig að slóðin sem ég keyrði á Dyngjufjallaleið á síðasta ári er í dag orðin vegur. Hún er alveg eins og í fyrra, en hefur bara fengið annað heiti. Leik- ur að orðum og að mér læddist sú hugsun, þegar ég tók sopa af kaffinu, að verið væri að selja nýju fötin keisarans eina ferðina enn. Þjóðgarðsvörðurinn vill einnig meina að sumir vegirnir í garðinum séu þannig að aðil- ar tengdir þjóðgarðinum hafi þrátt fyrir öfl- uga jeppa ekki náð að aka um þá. Var klúður í vegavali eða GPS skráningu hjá garðhönn- uðum? Eða voru „tengdarnir“ á ferð á tíma þegar ófært var um umrætt landssvæði? Það er nefnilega svo sniðugt á Íslandi hvað hálendisnáttúran á það til að vernda sig sjálf, þannig að ófærð er á hálendi fram eftir vori, jafnvel fram á sumar og ófærðin á það einnig til að taka sig upp fljótt að hausti. Sumar leiðir er ekki hægt að aka nema góðan mánuð að sumri. Svo hugsaði ég, um leið og ég beit í ostabrauðið, hvort tengdafólkið hafi verið óvant að aka um á öflugum jeppunum, ég hef jú oft heyrt að árinni kennir illur ræðari. Mér þykir dálítið vænt um slóðir. Þær eru svona í kvenkyni – eins og ég. Í mínum huga eru þær lítið unnar, sjaldan eða aldrei hefl- aðar, búnar til af farartækjum fjallanna, jeppum, gönguskóm, gúmmístígvélum og hrossum. Þær falla yndislegar inn í lands- lagið, gæla við hæðir og strjúkast við lægðir. Lagðar í sátt og útsjónarsemi. Eiga það til að vera duttlungafullar og hverfa að hluta þegar vindurinn blæs og vatnið leikur um. Já, slóðir höfða til mín. Þær sýna svo vel að við erum hluti af náttúrunni að það er pláss fyrir okkur líka innan um öll hin vistkerf- in. Ég er svo sem líka sátt við vegi, þeir eru í mínum huga meira unnir og sjást frekar í landinu. En ég er alveg til í að vera með Snorra í liði að vernda vonda vegi. Það getur verið markmið í sjálfu sér. Það er frábært hvað kynslóðin okkar Snorra er orðin klár í náttúruvernd, sáum lúpínu, drepum lúpínu og allt það. Já, og hvað við getum, í allri vitneskju og náttúruþekkingu okkar, sýnt þeim sem gengu á undan með kjarki, frumleika og dugnaði mikinn hroka. Væri okkur ekki nær að vera þakklát og auðmjúk þegar við hugsum til þeirra sem fundu vöðin og vörðuðu leiðirnar? Til fólksins sem sagði okkur sögur og gaf okkur slóða til að ferðast á? Er það ekki okkar að heiðra minningu þeirra og allt þeirra starf? Að tala ekki um frum- kvöðlana sem „heiðursmenn“ í einni setningu en kenna þá síðan við böðulsskap í þeirri næstu? Að við nálgumst náttúru- vernd á annan máta en fyrir 40-80 árum síðan er ekkert til að státa sig af. Oft upplifi ég að við höfum alls ekki efni á að setja upp hinn heilaga umhverfissvip. Í dag brennum við ekki sorp á víðavangi, nei við brennum sorp í sorpeyðingarstöðvum – okkur öllum til heilla... eða hvað? Bæjarlækirnir okkar eru ekki að fá í sig olíuskvettu, en ég vil benda á að bæjarlækir borgarinnar eru fullir af rottueitri og saur- gerlum, við getum örugglega komið með fleiri slíkar samlíkingar. Ef siðvæðing ferða- mennsku er að tala niður til þeirra sem ruddu veginn þá vil ég ekki taka þátt, þaut í gegnum huga minn þessa morgunstund um leið og ég gleypti gúlsopa af köldu kaffi - oj hvað það var beiskt og korgur í því. Mér finnst óttalegt, hugsaði ég meðan ég gutlaði með hálfkaldar restar í kaffiboll- anum, að vegirnir í garðinum þurfi allir að vera skilgreindir og staðlaðir og leiða að einhverju. Mér finnst sjálfri ekki síðra að upplifa ferðina, leiðina sjálfa, ófæruna, umhverfið, ljóðin í landslaginu, sem ég óttast að verði öll eins í stöðlun sinni og steriliser- ingu. Áfangastaðurinn þarf ekki að skila mér andköfum, þó það sé ekki síðra, en slíkt er bónus í mínum huga. Span milli áfangastaða er jafn ólystugt og köld kaffirestin í bollanum mínum. Fyrst vörðurinn minnist á Lakagíga þá er gaman að segja frá því að eitt af fyrstu stikunar- verkefnum Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4x4 var á Laka- gígasvæðinu. Í því skemmti- lega verkefni tóku þátt félagar í klúbbnum og sjálfboðaliða- samtök, ásamt heimafólki, sem þekktu hvern stein á svæðinu og fengu fyrir ómælda aðdáun jeppafólksins. Þar voru göngu- stígar lagfærðir, vegslóðar stik- aðir, óþarfa slóðum lokað og rakað yfir gömul hjólför (Setrið 4.tbl. 3. árg. 1992). Ekki var ófriður um svæðið þá og er ekki enn í dag. Ennþá stikar Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 slóða og lagfærir leiðir sem þessar án þess að vera með upphrópanir þar um. Ætli Snorri vilji stofna til einhvers ófriðar um Lakagígasvæðið? Eða er ekki kominn tími friðar, sátta og samstarfs þaut um huga mér um leið og ég lokaði blaðinu og skilaði kaffibollanum í vaskinn. Hugleiðingar vegna skrifa þjóðgarðsvarðar Hálendisferðir Sæbjörg Richardsdóttir jeppakona Svo hugsaði ég, um leið og ég beit í ostabrauðið, hvort tengda- fólkið hafi verið óvant að aka um á öflugum jeppunum, ég hef jú oft heyrt að árinni kennir illur ræðari. Af netinu Hefði neitað að fara Ég er einn þeirra sem get borið vitni um það hve mikil fyrir- myndarstofnun St. Jósefsspítali var. Þurfti tvisvar að fara þangað í ristilspeglun til öndvegis læknis og sjúkraliðs og hafa fáar heimsóknir verið eins gefandi á alla lund. Sem dæmi um góða þjónustu og atlæti má nefna að í spítalanum var sérstakt „viðrekstrarherbergi“ sem sjúklingar gátu farið inn í eftir aðgerð á meðan iðrin voru að ná sér. Efast ég um að aðrir sambærilegir spítalar bjóði upp á slíka þjónustu. Ef ég hefði verið staddur inni á því hljómmikla herbergi þegar loka átti spítalanum hefði ég hiksta- laust harðneitað að fara úr þaðan og frekar látið bera mig út meðan ég mótmælti á sem hávaðasam- astan hátt með báðum endum! http://omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson Síðbúin ást á safni Siv Friðleifs og Þorgerður Katrín kveina sáran yfir, að ekki sé enn komið náttúrugripasafn. Ég er hjartanlega sammála þeim. Hins vegar skil ég ekki, af hverju þær þögðu, þegar þær voru ráðherrar. Er bara brýnt að fá safnið, þegar er vinstri stjórn, en ekki þegar er hægri stjórn? Í Hafnarfirði kvarta Sjálfstæðismenn sáran yfir leynd á lánakjörum bæjar- ins. Ég er hjartanlega sammála. Hins vegar skil ég ekki, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn við völd berst ætíð af hörku gegn upplýsingum um orkuverð. Er bara brýnt að fá að vita, þegar vinstri stjórn er við völd, en aldrei þegar er hægri stjórn? jonas.is Jónas Kristjánsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.