Fréttablaðið - 10.12.2011, Side 100

Fréttablaðið - 10.12.2011, Side 100
10. desember 2011 LAUGARDAGUR72 krakkar@frettabladid.is 72 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is ÞAÐ ER HÆGT að læra um almannavarnir með alls konar leikjum. Á síðu almannavarna http://www.almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=87 eru ýmsir leikir sem innihalda upplýsingar fyrir börn um hvernig bregðast skuli við slysum og hamförum. Þegar við erum að baka er leiðinlegast að bíða eftir kökunum í ofninum. Þess vegna eru kornflexkökur svo sniðugar því þær þurfa bara inn í ísskáp í örstutta stund áður en hægt er að borða þær. 100 g súkkulaði 100 g smjör 3 msk. sýróp 180 g kornflex ½ bolli rúsínur Brjótið súkkulaðið í mola og bræðið það með smjörinu yfir vatnsbaði. Fáið hjálp frá fullorðnum við að hita súkkulaðið og passið að brenna ykkur ekki. Hellið sýrópinu út í súkkulaðibráðina og hrærið og blandið svo kornflexi og rús- ínum úr í. Mokið með matskeið í muffins- form eða mokið litlar hrúgur með teskeið á bökunarpappír. Látið kólna í ísskáp. Kornflexkökur með rúsínum Spurðu mig hvort ég sé kanína. Ertu kanína? Já, ég er kanína. Spurðu mig hvort ég sé krókódíll! Ertu krókódíll? Nei, kjáninn þinn. Ég var að segja þér að ég væri kanína. Kennari: Stafaðu orðið rúm. Drengur: R - ú - m - m. Kennari: Slepptu öðru m-inu. Drengur: Hvoru? „Pabbi! Megum við fá hund á jólunum?“ „Nei, ætli við höfum ekki rjúpur eins og venjulega.“ Presturinn: „Pétur minn, hlust- ar þú aldrei á samviskuna?“ Pétur: „Nei, á hvaða rás er hún?“ Hvar kynntust þið Masa? Sigga og María: Við hittum hann á ferðalagi um Evrópu og urðum bestu vinir upp frá því. Fljótlega buðum við honum í Söngvaborg, en þá hét hann svo skrítnu nafni að enginn gat borið það fram. Því gáfum við honum honum nýtt nafn, í höfuðið á okkur báðum, Ma(ría)Si(gga), og þann- ig varð Masi til. Masi, hví ertu appelsínugulur? Masi: Ég er svo duglegur að borða gulrætur heima í Ástralíu. Ertu risaeðla? Masi: Ekki beint! Meira svona bangsi, en ég held að langalanga- langalangalangalangalanga- amma mín hafi þekkt risaeðlu. Áttu fjölskyldu? Masi: Já, eina ofurhressa mömmu sem masar út í eitt. Ég er sko bara jól og páskar við hliðina á henni, hún masar svo hræðilega mikið. Það getur verið erfitt því við búum saman í litlum strákofa í skógum Ástr- alíu. Þið kynnist henni aðeins á nýja Söngva borgar disknum. Hvar ertu á jólunum? Masi: Stundum er ég á Íslandi með Maríu og Siggu, en oftast heima í Ástralíu. Þar er bara svo heitt á vet- urna að jólaskrautið bráðnar! Maður verð- ur helst að halda sig neðanjarðar. Hver er uppáhalds- vinur ykkar af föst- um gestum Söngva- borgar? Masi: Georg er besti vinur minn. Sigga: Allir í Söngvaborg eru bestu vinir mínir. María: Það er erfitt að gera upp á milli, en Lóa ókurteisa er mikið með okkur og alltaf líf og fjör í kringum hana. Þarf maður að vera barnavinur til að geta búið til sjónvarpsefni fyrir börn? María: Já, og líka að vera í tengslum við barnið í sjálfum sér, geta sett sig í spor barna og leikið við þau þótt maður sé sjálfur orðinn fullorðinn. Sigga: Ég tel að maður verði að vera mikil barnagæla til að geta búið til efni sem hent- ar yngstu börnunum og líka að hafa unnið með þeim, eins og við söngkennslu. Maður verður að setja sig vel inn í heim lítilla stubba því þeir eru svo klárir að vita upp á hár hvað þeim þykir skemmtilegt og hvað ekki. Við hvern eruð þið best? Masi: Mamma segir að maður eigi að vera góður við alla. Sigga: Ég reyni alla jafna að vera góð við alla og heiðarleg, því það skilar sér alltaf til baka. María: Ég reyni líka að vera góð við alla, en þau sem eru best við mig eru börnin mín og maður- inn. Eigið þið börn? María: Ég á þrjú börn, tvö orðin fullorðin en yngsta barnið er ell- efu ára strákur. Sigga: Ég á 7 mánaða tvíbura og finnst skemmtilegast að syngja með þeim.. Hvað finnst ykkur best við jólin? Masi: Nammið og pakkarnir, en auðvitað líka að allir séu saman og að hafa það rosa gaman. María: Ég er algjört jólabarn og finnst allt skemmtilegt við jólin, að eiga frí, vera með fjölskyld- unni og borða góðan jólamat. Sigga: Mér finnst hátíðleik- inn og friðurinn bestur, og að hitta fjölskylduna mína. Ég hlakka ekkert smá til jólanna núna, að eyða þeim með fjölskyldunni og stubbunum mínum. Hver er óskajólagjöfin ykkar? Masi: Nýjasta Söngva- borgin! María: Ég hef ekkert sérstakt í huga nema að öllum líði vel og að við eigum skemmti- leg jól. Sigga: Það er ekkert sérstakt á mínum óskalista, en besta jólagjöfin verð- ur að vera með krílunum mínum tveimur; ekkert í veröldinni er mikil- vægara. JÓLASKRAUTIÐ HANS MASA BRÁÐNAR HEIMA Í ÁSTRALÍU Loðdýrið Masi, Sigga Beinteins og María Björk eru bestu vinir söng- og dans- elskra barna í litríkri og kátri Söngvaborg. Þar fræða Söngvaborgarbúar smáfólkið um lífið og tilveruna í gegnum barnalög, dans, hreyfileiki og fróðleik.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.