Fréttablaðið - 10.12.2011, Side 104

Fréttablaðið - 10.12.2011, Side 104
10. desember 2011 LAUGARDAGUR76 76 menning@frettabladid.is Graduale nobili fagnar útgáfu nýrrar geislaplötu með tónleik- um í Langholtskirkju á sunnu- dagskvöld. Kórinn mun flytja verkin Dancing Day eftir John Rutter og Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten á tónleik- unum en bæði verkin eru á nýja geisladisknum. Auk þess verða fluttar nokkrar íslenskar jólaperlur á borð við Hátíð fer að höndum ein, Nóttin var sú ágæt ein, og Jólasöngur. Tónleikarnir hefjast klukkan tíu um kvöldið og taka um klukku- stund. Kórinn heldur jólatónleika ár hvert og eins og venjan er verð- ur kirkjan lýst kertaljósum og boðið upp á smákökur að loknum tónleikum. Stjórnandi er Jón Stefánsson og Elísabet Waage leikur á hörpu. Kertaljós og jólatón- ar í Langholtskirkju GRADUALE NOBILI Kórinn hefur haft í nógu að snúast á árinu, en stúlkurnar í kórn- um hafa verið á tónleikaferðalagi með Björk í tilefni útgáfu plötu hennar, Biophilu. Í Langholtskirkju verða fleiri tónleikar um helgina. Söngsveitin Fílharmónía heldur aðventutónleika með yfirskriftinni Hin fegursta rósin er fundin á sunnudaginn klukkan fimm og þriðjudaginn 13. desember klukkan átta. Í tilefni þess að í vor verða liðin 100 ár frá fæðingu dr. Róberts Abrahams Ottóssonar, stofnanda kórsins, verða fluttar á þessum tónleikum raddsetningar hans á gömlum sálmalögum. Einnig verða flutt íslensk verk frá ýmsum tímum og er það nýjasta Svalt er á heimsins hjarni eftir Martein H. Friðriksson, sem stjórnaði Söng- sveitinni 1976-1980. Þá verða á tónleikunum jafnframt erlend þekkt verk sem tónleikagestir kunna vel að meta. Einsöngvari verður Gissur Páll Gissurarson. Steingrímur Þórhallsson spilar á orgel í nokkrum verkanna en stjórnandi er Magnús Ragnarsson. SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA GISSUR PALL GISSURARSON Í bókinni Jón forseti allur? skoðar Páll Björnsson sagn- fræðingur hvernig minning Jóns Sigurðssonar gengur reglulega í endurnýjun líf- daga og er hagnýtt í ýmsum tilgangi. Í bók sinni Jón forseti allur?, sem kom út í vikunni, lýsir Páll Björns- son sagnfræðingur því á nýstárleg- an hátt hvernig minning sjálfstæðis- hetjunnar Jóns Sigurðssonar hefur endurnýjast reglulega með hátíðar- höldum, minnismerkjum, kveðskap og fleiru og hvernig nafn hans hefur iðulega verið dregið inn í ágrein- ingsmál sem hafa verið efst á baugi hverju sinni. Páll segist hafa fengið hugmynd- ina að bókinni árið 2004. „Ég hafði áður verið að skoða Jón í lifanda lífi og fannst kjörið að rannsaka þetta svið í framhaldinu. Ég sinnti þessu með hléum næstu ár en undanfarin tvö ár hef ég einbeitt mér að þessu verkefni meðfram kennslu.“ Minning Jóns forseta hefur verið nýtt á fjölbreyttan og margslung- inn hátt að sögn Páls. „Ég reyni að fara yfir breitt svið og marga þætti. Í sjálfu sér mætti skrifa heila bók um hvert atriði, en ég vildi reyna að draga fram á eins knöppu máli og hægt væri heildstæða mynd af því hvernig minning hans hefur verið notuð. Mestu vandræðin við ritun bókarinnar voru hverju ég yrði að sleppa.“ Notkunin á minningu Jóns bregð- ur einnig ljósi á tíðaranda hvers tíma. Árið 1994, á 50 ára afmæli lýðveldisins, þótti til dæmis óvið- eigandi að minnast á að Jón hafi hugsanlega verið með kynsjúkdóm. „Tæpum áratug síðar fjallaði Guð- jón Friðriksson sagnfræðingur um þetta í ævisögu Jóns og þá kippti sér enginn upp við það. Þetta er dæmi um hvernig viðhorfin breytast.“ Páll segir greinilegt að fólk sé enn þeirrar skoðunar að það sé gott að hafa Jón Sigurðsson með sér í liði, sem sjáist til dæmis á því hvernig stjórnmálamenn vitna gjarnan til Jóns í sambandi við sín eigin baráttumál. „Jón hefur öðlast ákveðið vægi. Það gerðist á löngum tíma en verð- gildi hans var þegar orðið hátt í upphafi 20. aldar. Skýrt dæmi um það er til dæmis Uppkastsmál- ið, þar sem báðar fylkingar töldu sig vera hina sönnu arftaka stefnu Jóns. Þetta stef hefur gengið aftur í umræðunni allar götur síðan.“ Páll segir ljóst að fólk muni allt- af leita til fortíðar eftir táknum til að sameinast um, hvort eð heldur fánum eða manneskjum. „Upphafsstaða Jóns er sterk frá upphafi. Hann var þjóðhetja í lif- anda lífi en hafði samt lítil raun- veruleg völd og varð fyrir vikið ekki óvinsæll. Ímynd hans var því tiltölu- lega óspjölluð þegar hann féll frá. Þegar menn fara að leita að sam- einingartáknum verður hann mjög snemma heppilegur kandídat.“ bergsteinn@frettabladid.is Enn þykir gott að hafa Jón í sínu liði Tónlist ★★★Sónötukvöld Rut Ingólfsdóttir og Richard Simm Smekkleysa Meiri Mozart Mozart er vandmeðfarinn. Tónlist hans er svo tær og einföld að minnstu hnökrar í flutningi verða áberandi. Á geisladiskinum Sónötukvöld með Rut Ingólfs- dóttur fiðluleikara og Richard Simm píanóleikara er að finna þrjár sónötur eftir Mozart (KV 27, 304 og 378). Þar er ekki kastað til hendinni. Sónöturnar eru stílhreinar og fallegt jafnvægi á milli hljóðfæranna. Túlkunin er blátt áfram og yfirveguð, sem fer tónlistinni vel. Maður verður ekki var við neina hnökra. Eitt hið fegursta sem Mozart samdi, seinni kaflinn í sónötunni KV 304, veldur ekki vonbrigðum. Þetta er frábær spilamennska. Flutningurinn á sónötunni eftir César Franck er talsvert síðri. Túlkunin er of varfærnisleg. Hvar er skapið í spilamennskunni? Snerpan og átökin? Hinn ástríðu- fulli, hraði annar þáttur er ekki sérlega spennandi. Og það vantar líka ákefð og undiröldu í rólegri kafla sónötunnar. Hér hefði ein sónata til viðbótar eftir Mozart, í staðinn fyrir Franck, verið betri kostur. Jónas Sen Niðurstaða: Fínn Mozart, en Franck vantar sannfæringarkraft. HANNES PÉTURSSON áritar bækur milli tvö og þrjú í dag í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18. Nýverið kom út bók Hannesar, Jarðlag í tímanum, sem hefur fengið góða dóma og viðtökur en í henni segir frá æsku skáldsins. PÁLL BJÖRNSSON Segir fólk ávallt munu leita eftir táknum úr fortíðinni til að sameinast um. Staða Jóns sem þjóðartákns hafi verið sterk frá upphafi. MYND/DANÍEL STARRASON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.