Fréttablaðið - 10.12.2011, Side 120

Fréttablaðið - 10.12.2011, Side 120
10. desember 2011 LAUGARDAGUR92 * Gildir á meðan birgðir endast. Jólaandinn er hjá Vodafone Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Frábær tilboð á snjöllum símum Fjölskyldu ALIAS fylgir * Nokia 700 59.990 kr. staðgreitt eða 4.999 kr. á mánuði í 12 mánuði Samsung Galaxy Y 24.990 kr. staðgreitt eða 2.083 kr. á mánuði í 12 mánuði Fjölskyldu ALIAS fylgir * Í hugum margra á Norður- löndunum eru jólin ekki komin fyrr en Sissel Kyrkjebø er komin á fón- inn. Norska söngkonan er komin til landsins, syngur á tónleikum Frostrósa um helgina í Hörpu og segist sjálf vera mikið jólabarn. „Þetta er í fjórða sinn sem ég kem hingað. En ég verð að fara heim- sækja landið að sumri til, ég hef alltaf komið hingað á veturna,“ segir Sissel þegar hún kemur sér fyrir á annarri hæð Hörpu. Hún dásamar húsið um leið og síð- ustu sólargeislarnir smeygja sér inn en þetta er í annað sinn sem Sissel syngur á jólatónleikum Frostrósa. Hún bætir því við að hún hafi komið í myrkri og sé því þakklát að fá að upplifa smá dags- birtu. „Ég er búin að lofa dætrum mínum að næst þegar ég fari til Íslands komi þær með.“ Það lá snemma fyrir að Sissel yrði söngkona, hún vakti ung athygli fyrir rödd sína og sló eft- irminnilega í gegn árið 1986 þegar hún söng í hléi Eurovision-keppn- innar í Bergen, sama ár og Íslend- ingar tóku fyrst þátt með Gleði- banka Icey-tríósins. Árið eftir var henni boðið að syngja fyrir hönd Noregs í keppninni. „En ég var búin með Eurovision, ég var líka svo ung, bara sextán ára og lang- aði að gera svo margt annað eins og að klára skólann. Ég hef held- ur aldrei haft þessa hvöt, að verða heimsfræg og sigra heiminn.“ Ein mesta selda plata Noregs frá upphafi er jólaplata Sissel, Glade Jul, sem kom út árið 1987. Hún hefur í dag selst í meira en einni milljón eintaka. Sissel seg- ist sjálf vera mikið jólabarn og hún elski þennan tíma. „Ég hef hins vegar aldrei leitt hugann að því að vera hluti af jólahaldi fólks en það er bara gaman ef maður hefur þessi áhrif. Ég elska jóla- lög og hef auðvitað farið í svona jólatónleikaferðlög undanfarin ár. En í ár er það bara Ísland sem ég heimsæki,“ segir Sissel sem á sér auðvitað sín eigin eftirlætisjóla- lög. „Heims um ból er í miklu uppáhaldi hjá mér af því að það er svo hreint og maður hefur auðvi- tað alist upp við það. Ó helga nótt er síðan ákaflega sterkt jólalag.“ Sissel hefur daðrað við ólík- ar tónlistarstefnur, sungið popp, kántrí og jafnvel hipphopp fyrir utan hina hefðbundnu klassík og þjóðlög. Þá er það kannski ekki á allra vitorði að Sissel á heið- urinn af söngnum í tónlist kvik- myndarinnar Titanic. Söngkon- an leyfir sér reyndar að efast um að hún eigi einhvern tímann eftir að leggja kántrýið fyrir sig, það hafi verið svolítið skondið hliðar- skref. „Ágætis söngkennari sagði mér að röddin mín væri eins og Steinway-flygill. Sem er örugg- lega eitt mesta hrós sem ég hef fengið. En hún sagði að það væri hægt að spila allar tónlistarstefn- ur á þennan flygil, þetta væri bara allt spurning um tækni og að eyðileggja ekki hljóðfærið.“ Hryðjuverkin í Útey og Ósló í sumar vöktu mikinn óhug og Sissel söng í minningarathöfn- inni fyrir fórnarlömbin sem hald- in var í lok ágúst að viðstöddum þjóðhöfðingjum Norðurlandanna. Hún fékk það erfiða hlutskipti að syngja norska sálminn Til ung- dommen sem varð hálfgert ein- kennislag þessa mikla harmleiks. Sissel kemst örlítið við þegar hún er beðin um að rifja upp þessa einstöku stund. „Inni í herberg- inu þar sem listamennirnir haf- ast við og nota til að slaka á og spjalla saman var dauðaþögn allan tímann, fólk sat bara og hlust- aði. Og þegar nöfnin voru lesin upp þá risu allir úr sætum. Þetta var mjög sérstök en um leið mjög sterk stund.“ freyrgigja@frettabladid.is Þrátt fyrir að aðeins ellefu ár séu síðan kvikmyndin American Psycho var frumsýnd virðist vera kominn tími á uppfærslu. Allavega samkvæmt kvik- myndatímaritinu Variety, en þar kemur fram að framleiðslu- fyrirtækið Lionsgate hafi ráðið handritshöfundinn Noble Jones til að skrifa hand- rit að endurgerð American Psycho. Christian Bale fór með aðalhlutverk- ið í upprunalegu myndinni og erfitt er að sjá hvaða leikari gæti tekið hlutverk- ið að sér eftir stór- kostlega frammi- stöðu hans. American Psycho endurgerð? TÍMABÆRT? Til stendur að endurgera hina frábæru Amer- ican Psycho. Fyrrverandi hermaður í Íraks- stríðinu þarf að greiða ríflega tuttugu milljónir króna í máls- kostnað eftir að hann tapaði dómsmáli gegn framleiðend- um kvikmyndarinnar The Hurt Locker. Hermaðurinn Jeffrey Sarver höfðaði mál gegn leikstjóranum Kathryn Bigelow og handritshöf- undinum Mark Boal. Hélt hann því fram að Óskarsverðlauna- myndin hafi verið byggð á lífs- reynslu hans sem sprengjusér- fræðings og að myndin hafi ekki sýnt hann í réttu ljósi. Dómurinn féll honum ekki í hag en Sarver ætlar að áfrýja málinu. Hermaður tapaði máli SÉRSTÖK STUND Sissel Kyrkjebø söng norska sálminn Til ungdommen í minningarathöfn um fórnarlömbin í Útey en lagið var hálfgert einkennislag þessa mikla harmleiks. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEF ALDREI VILJAÐ SIGRA HEIMINN Ágætis söngkennari sagði mér að röddin mín væri eins og Steinway-flygill. Sem er örugglega eitt mesta hrós sem ég hef fengið. SISSEL KYRKJEBØ SÖNGKONA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.