Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 126

Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 126
10. desember 2011 LAUGARDAGUR98 sport@frettabladid.is VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Í KVÖLD KL. 20.45 STELLA SIGURÐARDÓTTIR OG KAREN KNÚTSDÓTTIR hafa báðar komist í hundrað marka klúbb A-lands- liðsins á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Stella skoraði sitt hundraðasta mark í sínum 43. A-landsleik á móti Noregi en Karen braut hundrað marka múrinn í sigrinum glæsilega á Þýskalandi sem var hennar fertugasti landsleikur. Stelpurnar eru báðar fæddar 1990 og ættu því að hafa mörg ár til viðbótar til að bæta við mörgum mörkum með A-landsliðinu. FÓTBOLTI Já, það er komið að því. Leikur Real Madrid og Barcelona fer fram í kvöld og það er nokkuð ljóst að það eru ekki margir knatt- spyrnuáhugamenn sem geta stað- ist freistinguna að sjá tvö bestu lið heims mætast í leik þar sem koma saman fjölmargir frábærir fótbolta- leikmenn, tveir stórbrotnir stjórar og einstakur rígur sem virðist bara magnast með hverri orustu. Ekki dregur úr spennunni hvern- ig síðasti leikur liðanna endaði en honum lauk á hópslagsmálum í uppbótartíma í seinni leik þeirra í spænska súperbikarnum. Liðin buðu upp á fimm mörk og frábær- an fótbolta í 90 mínútur og allt varð síðan vitlaust eftir ruddatæklingu Real-mannsins Marcelo á Cesc Fabregas hjá Barcelona. Enginn gekk þó lengra en José Mourinho, þjálfari Real Madrid, sem gekk rólega upp að aðstoðarmanni Pep Guardiola og potaði í auga hans. „El dedo de Mou“ eða „Fingurinn hans Mourinho“ á íslenskri tungu er orðinn hluti að sögu félaganna tveggja sem hafa barist um yfirráð- in í spænska fótboltanum svo lengi sem menn muna eftir sér. Þeir bestu mætast Augu flestra verða örugglega á þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem hafa skorað yfir hundrað mörk samanlagt á þessu ári sem er að líða og eru að flestra mati tveir bestu knattspyrnumenn heims. Það hefur þó ekki verið sami glans yfir leik þeirra í El Clasico. Lionel Messi hefur skorað 13 mörk í 15 leikjum á móti Real en Ronaldo hefur „aðeins“ skorað 3 mörk í 9 leikjum á móti Barcelona. Eitt þeirra var reyndar sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum í apríl. Sá leikur er einstakur síðan Mourinho mætti á Bernabéu. Þetta er eini leikurinn sem Real hefur unnið undir hans stjórn á móti Barca og eini leikurinn sem liðið hefur náð að halda hreinu á móti Börsungum á sama tímabili. Það er reyndar hægt að líta svo á að það hafi verið ein samfelld sigurganga hjá Barcelona síðan Guardiola tók við en meðal annars hefur Barca unnið 7 af 11 El Clasico leikjum frá því að Guardiola settist í bílstjórasætið. Það sem gerir þennan leik í kvöld aftur á móti enn athyglisverðari er frábært gengi Real Madrid að undanförnu annars vegar og slakt gengi Barcelona á útivelli hins vegar. Real Madrid hefur unnið tíu deildarleiki í röð og alls fimmtán leiki í röð í öllum keppnum. Bör- sungar hafa að sama skapi aðeins unnið 2 af 6 útileikjum sínum í spænsku deildinni. Tölfræðin skiptir engu „Það er rétt að Madridar-liðið er í góðum gír. Þeir eru betri en áður en það þýðir samt ekkert. Clasico-leik- irnir hafa ekkert með tölfræði að gera og það getur allt gerst í þess- um leikjum,“ sagði Xavi sem mun spila sinn 600. leik fyrir Börsunga í kvöld. José Mourinho ætti samt að hafa allt til alls til að sýna að forskot Börsunga síðustu ár sé nú gufað upp. Real-liðið er með þriggja stiga forskot og hefur leikið sér að flestum mótherjum sínum í sigur- göngunni að undanförnu. Nú er tíminn til að hefna fyrir tapið í Meistaradeildinni í fyrra og það þarf jafnframt að eyða út minn- ingunni um 5-0 marka skellinn fyrir ári. Erum betri en í fyrra „Maður veit aldrei í fótboltanum því það kemur alltaf eitthvað á óvart. Við erum samt með meira sjálfstraust núna og við erum betra lið en við vorum í fyrra,“ sagði Jose Mourinho eftir sigurinn á Ajax í vikunni en hann skrópaði á blaða- mannafund í gær. Eitt er morgunljóst. Barcelona má helst ekki tapa í kvöld ætli þeir sér að vinna titilinn fjórða árið í röð. Real nær sex stiga forystu með sigri auk þess að eiga leik inni á Barcelona. ooj@frettabladid.is Rýr uppskera Real í tíð Guardiola El Clasico-leikurinn fer fram á Santiago Bernabéu í kvöld. Barcelona hefur haft betur síðustu ár en mætir nú Real-hraðlestinni á fullri ferð. Það hefur varla kólnað í herbúðum liðanna eftir síðustu orustuna. TÁKNRÆN MYND Lionel Messi sést hér skora á móti Real Madrid án þess að þeir Iker Casillas eða Cristiano Ronaldo geti nokkuð gert til að stoppa argentínska snillinginn. Leikurinn hefst klukkan 21.00 í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Alls fara sjö leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og tveir á morgun. Umferðinni lýkur svo á mánudagskvöldið með stórleik Chelsea og Manchester City á mánu- dagskvöldið. Það vekur reyndar athygli að allir leikir dagsins eru á sama tíma, klukkan 15.00, en þá mun Manchester United freista þess að koma sér aftur á strik eftir vonbrigðin í Meistara- deildinni í vikunni. Þá féll liðið úr leik í keppn- inni, rétt eins og grannarnir í City. United mætir Wolves í dag en stuðnings- menn liðsins fengu þær slæmu fréttir í gær að Nemanja Vidic, lykilmaður í vörn og fyrir- liði liðsins, verður ekki meira með á tímabilinu þar sem hann er með slitið krossband. Arsenal heldur upp á 125 ára afmælið sitt um helgina og mætir Everton á heimavelli. Liðið hefur spilað átta leiki í röð án þess að tapa og Robin van Persie hefur verið sjóðheitur með þrettán mörk í síðustu tíu leikjum sínum. Liverpool tekur á móti Heiðari Helgu- syni og félögum í QPR á Anfield í dag en Heiðar hefur sömuleiðis verið öflugur að und- anförnu. Hann hefur skorað sex mörk í síð- ustu sjö deildarleikjum sínum og munu því varnarmenn Liverpool sjálfsagt hafa góðar gætur á kappanum. Á morgun mætir Tottenham liði Stoke á útivelli en fyrrnefnda liðið er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir frábært gengi að undanförnu. - esá Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en allir á sama tíma: Særðir United-menn vilja ná sér aftur á strik SVEKKTUR ROONEY Wayne Rooney hefur ekki skorað í átta leikjum í röð. FÓTBOLTI Neil Warnock, stjóri QPR, segir að ekki sé rétt það sem fram kom í enska blaðinu Daily Mail á dögunum að félagið ætlaði að verðlauna Heiðar Helguson með nýjum tólf mánaða samningi fyrir góða frammistöðu að undanförnu. Warnock sagði að þeir væru ánægðir með Heiðar en að umræða um framhaldið væri ótímabær. „Ég þurfti að berjast kröftug- lega við Flavio [Briatore, þáver- andi eiganda QPR] í sumar til þess að gefa honum nýjan samn- ing. Mér fannst hann vera okkar Kevin Davies en fyrrum eigend- ur vildu láta hann fara aldurs- ins vegna,“ sagði Warnock en Heiðar hefur farið á kostum að undanförnu og skorað sex mörk í síðustu sjö leikjum sínum. „Hann er 34 ára gamall og nú þegar samningsbundinn. Ég sé því ekki fyrir mér að ég ætli að gera sex ára samning við hann!“ - esá Neil Warnock, stjóri QPR: Mátti berjast fyrir Heiðari HEIÐAR Þarf að bíða eitthvað enn eftir nýjum samningi. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Þýskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að þrír leikmenn væru á leið frá úrvalsdeildar- félaginu Rhein-Neckar Löwen í sumar – þeir Róbert Gunnarsson, markvörðurinn Henning Fritz og skyttan Michael Müller. Löwen hefur þegar tilkynnt að Müller fari til Wetzlar í sumar en þar hefur hann skrifað undir tveggja ára samning. Félagið hefur þó ekki staðfest brottför Róberts og Fritz en Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins. Róbert kom til Löwen árið 2009 frá Gummersbach en hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunar- liðinu en norski línumaðurinn Bjarte Myrhol hefur staðið sig vel með Löwen. Alexander Petersson mun ganga til liðs við Löwen nú í sumar frá Füchse Berlin. - esá Róbert Gunnarsson: Sagður fara frá Löwen í sumar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.