Saga - 2005, Page 10
8
EVA S. ÓLAFSDÓTTIR
því hvað hver og einn les úr textunum. Vandinn liggur í hve sögu-
legar heimildir eru samtvinnaðar listrænum stílbrögðum. Þannig
verður hugmyndaheimur og veruleiki sagnanna fyrst og fremst
háður hinni bókmenntalegu framsetningu. Engu að síður skráðu
ritarar samtímaatburði í ljósi þess sem gerðist. Sögumaður sem sest
niður og ritar um samtímamenn sína, vini og jafnvel skyldmenni,
skrásetur atburði eftir ríkjandi söguskilningi og rithefð. Sagnfræði
miðalda byggist því sjaldan á hreinni sannfræði. Oft og tíðum voru
atburðir settir á svið og þar með túlkaðir af sagnaritara. Út frá því
er hægt að álykta hvernig ritarar litu á viðfangsefni sitt. Verk þeirra
voru engu að síður talin sönn.* * 3 Boðskapur og markmið leynast í
meðferð efniviðarins og þeim hugmyndum sem voru við lýði á rit-
unartíma. Túlkun á dauðalýsingum í þessari grein byggist einkum
á samanburði kristilegra samtímarita, svo sem píslarsagna og
Hómelíubókar, við texta Sturlungu. Til mótvægis verður hinn verald-
legi boðskapur Konungs skuggsjár kannaður.
Píslarvætti
Píslardauða er fyrst og fremst að finna í heilagra manna sögum og
postulasögum. Píslarsögur fjalla um menn sem láta lífið fyrir átrún-
að sinn og draga nafn sitt af því. Píslardauði hinna ýmsu helgi-
sagna er meira eða minna af sama meiði. í píslarsögunum eiga
menn jafnan í höggi við grimmúðlega heiðingja sem efna iðulega til
herferðar gegn kristnum mönnum. Píslarvotturinn er staðfastur í
trúnni og lætur ekki kúga sig til að láta af henni; hann lætur einatt
lífið eftir miklar pyntingar og raunir. Píslarsagan rís hæst þegar
píslarvotturinn ákallar Drottin á kvalastundu og lætur lífið eftir að
hafa sýnt trúarstyrk í þrautum sínum. Menn sem aðhyllast réttan
átrúnaÖ deyja glaðir því að frelsi þeirra í öðru lífi er himneskt. Fögn-
uður þeirra er slíkur að þeir ganga fúsir undir dauðann að hver vill
á undan öðrum höggvinn vera.4 Eftir dauðann er helgin staðfest á
72-94. — Ármann Jakobsson, „Sannyrði sverða: Vígaferli í íslendinga sögu og
hugmyndafræði sögunnar", Skáldskaparmál 3 (1994), bls. 42-78. — Amved
Nedkvitne, Molct med dsdcn i norran middelalder. En mentalitelshistorisk studie
(Ósló, 1997).
3 Sverrir Tómasson, Formálar íslenskra sagnaritara á miööldum. Rannsókn bókmennta-
heföar (Reykjavík, 1988), bls. 75,192-193.
4 Mauritus saga, Heilagra manna seigur (Christiania, 1877), bls. 649.