Saga - 2005, Page 15
HEIÐUR OG HELVÍTI
13
menn, enda kemur fyrir að þeir vilji ekki taka þátt í aflimun eða
álíka píslarvættisdrápi fórnarlamba sinna þótt stundum láti þeir að
ósk þeirra. Með því að neita að vega Hrafn sýnir tilnefndur böðull
í hve miklum metum fórnarlambið var. En Þorvaldi varð ekki
skotaskuld úr að finna Hrafni nýjan böðul og var hann höggvinn.
Annar merkur höfðingi, sem hlýtur sömu örlög, er Þorgils
skarði. f samnefndri sögu hans, Þorgils sögu skarða, hefur aðalsögu-
hetjan afar konunglegt yfirbragð. Þótt Þorgilsi sé aldrei í beinum
orðum líkt við konung er ljóst að höfðingjabragur hans minnir um
margt á fyrirmyndarkonung.16 Þorgils skarði flytur hvatningaræð-
ur eins og tíðkaðist meðal konunga. Sómi og orðstír skipa stóran
þátt í öllum hans ákvörðunum. Sagan er honum hliðholl og réttlæt-
ir einatt gjörðir hans í ljósi hins rétta málstaðar. Endalok Þorgils eru
í samræmi við persónusköpunina.
Kvöldið áður en Þorvarður, frændi Þorgils skarða, og förunaut-
ar hans verða Þorgilsi að bana hlusta heimamenn Þorgils á Tómasar
sögu erkibiskups að hans ósk. Saga Tómasar varð fyrir valinu „því að
hann elskaði hann framar en aðra helga menn."17 Þorgils dásamaði
dauðdaga Tómasar og fannst hann fagur. Eftirsóknarvert hefur þótt
að láta lífið á svipaðan hátt og hinir frægu píslarvottar. Menn hafa
jafnvel átt sér uppáhaldspíslarvott og notið frásagnar af dýrðlegum
dauða viðkomandi. Það er heldur engin tilviljun að stuttu fyrir and-
látið komi slíkar klausur fram. Þær eiga að vísa í trúarlíf viðkom-
andi manna, auk þess sem þær fela í sér týpólógíska merkingu.
Pínslir píslarvotta og annarra kristinna leiðtoga eiga sér hliðstæðu
úti í samfélaginu í veraldlegum deilum manna á milli. Sögumaður
verður síðan sá sem varpar upp hliðstæðum og andstæðum eftir at-
vikum og stundum geðþótta.
í tilviki Þorgils er samúðin öll hjá honum. Hann er svikinn af
þeim sem síst skyldi og komið er að honum óvörum þar sem hann
liggur í hvílu. Hann er viðbragðsfljótur, grípur sverð og snýst til
varnar en vopnið bregst honum.18 Tryggðarof er algengt minni í
fomsögum. Það er einnig afar algengt að vopnið bregðist á örlaga-
16 Fyrirmyndarkonungi bar að haga breytni sinni innan ákveðins siðferðis-
ramma sem samfélagið og þá helst Drottins orð markaði (sbr. Ármann Jakobs-
son, / leit að konungi. Konungsmynd ísknskra konungasagna (Reykjavík, 1997),
bls. 177-197).
17 Sturlunga saga II, Þorgils saga skarða, bls. 734.
18 Sturlunga saga II, Þorgils saga skarða, bls. 735.