Saga - 2005, Side 17
HEIÐUR OG HELVÍTI
15
þegar farið er úr hlutverki bardagamannsins yfir í hlutverk hins
iðrandi trúmanns.
í íslendinga sögu er gengið lengst í margbreytilegri hlutverka-
skipan sögupersóna. Menn eru markaðir illskunni í einni senu,
aumkunarverð fórnarlömb í annarri og einlægir trúmenn í þeirri
þriðju. Frásögnin af Vatnsfirðingum er dæmigerð fyrir kúvendingu
á hlutverkum persóna í íslendinga sögu.20 Þegar Vatnsfirðingar fara
að Sauðafelli til að finna Sturlu Sighvatsson eru þeir í hlutverki mis-
kunnarlausra illvirkja sem ráðast að varnarlausu fólki og hlífa eng-
um. Heimafyrir eru konur, börn og vopnlausir menn: „Nú gengu
þeir í skálann með höggum og blóti og hjuggu þá allt það er fyrir
varð [...] og urðu engir menn til varnar með vopnum. [...] Þar var
aumlegt að heyra til kvenna og sárra manna."21 Þeir ráðast að presti
einum og hafði hann kodda einn að skildi. Snorri saur getur ekki
orða bundist og segir: „Sækit að oss hinum ólærðum mönnum en
látið vera prestinn í friði."22 Prestum bar að vera í hlutverki sálu-
sorgara og áttu þeir að heita friðhelgir. Eitthvað hefur þessi boð-
skapur farið fyrir ofan garð og neðan fram eftir öldum þar sem fjöldi
klerka tók þátt í vopnaskaki Sturlungaaldar. Friðhelgi þeirra var af
þeim sökum jafnan virt að vettugi23 Snorri getur ekki horft að-
gerðalaus upp á að ráðist sé gegn kennimanni kirkjunnar og beinir
ofbeldismönnunum til sín og verður það hans aldurtili. Eftir brott-
för Vatnsfirðinga flaut blóð um öll hús.24
Eftir Sauðafellsför leitar Sturla Sighvatsson hefnda. Bræðurnir
Snorri og Þórður Þorvaldssynir eru þá séðir í öðru ljósi þar sem þeir
verða að láta í minni pokann fyrir ofurefli. Þeir vildu þó ekki gefast
upp því „þá væri lítið til frásagnar".25 Orð þeirra staðfesta hve frá-
20 Guðrún Nordal og Ármann Jakobsson hafa bæði gert grein fyrir þessum hlut-
verkaskiptum persóna í íslendinga sögu. Dæmin sýna að sjónarhom og samúð
sögumanns er ávallt með þeim sem verður undir í átökum. Drápin felast oft
í aftökum og er lítil reisn yfir vegendum (skv. Guðrúnu Nordal, „Eitt sinn skal
hverr deyja", bls. 75 og Ármanni Jakobssyni, „Sannyrði sverða", bls. 44-56).
21 Sturlunga saga I, íslendinga saga, bls. 311-312.
22 Sturlunga saga I, íslendinga saga, bls. 312.
23 Það var ekki fyrr en líða tók á miðja 13. öld sem menn fóru að hlífa vígðum
mönnum við sári eða bana. Þá hafði kirkjan einnig hert áróður gegn vopna-
burði klerka. (Skv. Helga Þorlákssyni, „Rómarvald og kirkjugoðar", Skírnir
156 (1982), bls. 57-61. — Sjá einnig Einar Ólaf Sveinsson, The Agc ofthe Sturl-
ungs. Icelandic civilization in the Thirteenth Century (New York, 1953), bls. 128).
24 Sturlunga saga I, íslendinga saga, bls. 314.
25 Sturlunga saga 1, íslendinga saga, bls. 338.