Saga - 2005, Qupperneq 18
16
EVA S. ÓLAFSDÓTTIR
sagnir voru nátengdar orðstír manna. Mörtnum stóð síður en svo á
sama um hvaða sögur færu af þeim.26 Snorri Þorvaldsson, sem ein-
ungis er 18 vetra, hvetur andstæðingana: „Hví sækið þér nú eigi
að? Vér bíðum nú búnir. Þarf ekki að þyrma oss lengur með þessu
móti."27 Snorri lætur ekki þar við sitja heldur hæðist að Sturlu, sem
virðist ætla að nýta sér liðsmuninn: ,,[M]un það sannast er mælt er
að Sturla þori lítt að hætta á jafnaðarfundi við oss."28 Snorri heldur
áfram eggjunum og uppnefnir Sturlu Dala-Frey. Sturla hvetur
menn til að sækja fastar að: „Þá var svo mikill grjótburður í garðinn
að þeir gátu eigi hlíft sér. Féll þá Þórður Þorvaldsson tveimur sinn-
um við heysendann fyrir grjóti og stóð seint upp hið síðara sinn."29
Þórður biður menn að biðja Sturlu griða fyrir sína hönd. Hann býð-
ur utanferð sína, suðurgöngu og allt ríki sitt og sjálfan sig þangað
til hann fari utan. Sturla hafnar griðum. Þórður virðist ekki ýkja
undrandi og fyllist eldmóði: „Já, já [...] eigi skal upp gefast að held-
ur."30 Andstæðingar senda háðsglósur sín á milli uns Þórður fær
steinshögg í höfuðið og fellur við. „Gaf hann þá upp vörnina."31
Sturla er enn og aftur beðinn um að veita Vatnsfirðingum grið.
Hann „kvað ekki þurfa þeim bræðrum griða að biðja."32 Eftir það
gáfust allir upp utan Snorri Þorvaldsson. Er menn ganga til griða
sest Snorri á horn garðsins sem þeir höfðu varist í. Hermundur
Hermundarson gengur til hans og heggur nær af honum fótinn við
hné:
Hann [Snorri] hrataði af garðinum og kom niður standandi og
varð undir honum sá hlutur fótarins er af var högginn.
Hann þreifaði þá til stúfsins og leit til og brosti við og mælti:
„Hvar er nú fóturinn minn?"
Þórður bróðir hans sá til og mælti til Þórðar Heinrekssonar:
„Gakk þú til sveinsins og ver í hjá honum."33
26 Einar Ólafur Sveinsson, The Age of the Sturlungs, bls. 90. — Sjá einnig Givonna
Salvucci, „Sturlunga Saga: an Essential Source for a Thanatological Approach
to the Middle Ages", Samtíðarsögur, The Contemporary Sagas, II. forprent, ní-
unda alþjóðlega fomsagnaþingið (Akureyri, 1994), bls. 692.
27 Sturlunga saga I, íslendinga saga, bls. 338.
28 Sturlunga saga I, íslendinga saga, bls. 338.
29 Sturlunga saga I, tslendinga saga, bls. 340.
30 Sturlunga saga I, íslendinga saga, bls. 341.
31 Sturlunga saga I, íslendinga saga, bls. 342.
32 Sturlunga saga I, íslendinga saga, bls. 342.
33 Sturlunga saga I, íslendinga saga, bls. 342.