Saga - 2005, Blaðsíða 19
HEIÐUR OG HELVÍTI
17
Síðan er Þórður tekinn af lífi en böðullinn virðist annaðhvort hafa
bitlaust vopn eða ganga tregur til verks. Hann neyðist til að höggva
manninn þrisvar áður en nóg er gert. „Snorri bróðir hans sá á þessa
atburði og brá sér ekki við/'34 en þegar kemur að honum þá brá
hann „upp hendinni og mælti: Högg þú mig eigi. Eg vil tala nokk-
uð áður."35 Hann er ekki virtur viðlits og höggvinn á staðnum án
frekari málalenginga.
Lýsing á drápi Svínfellinga síðar í Sturlungu ber keim af drápi
Vatnsfirðinga.36 Um er að ræða aftöku sona Orms Jónssonar, Sæ-
mundar og Guðmimdar. Ögmundur, sem er fóstri Guðmundar og
eiginmaður frænku bræðranna, fer að hlutast til um mál sem heyra til
úrskurðar hins irnga goðorðsmanns, Sæmundar. Að lokum situr Ög-
mundur fyrir bræðrunum til að taka þá af lífi. Sæmundur óskar þeg-
ar eftir prestsfundi og skrifta þeir báðir bræðumir. Sæmundur „varð
bæði við dauðann harðlega og hjálpvænlega".37 Merm undruðust að
ekki blæddi úr líkamanum á eftir. Því næst er komið að Guðmundi
bróður hans, sem er átján vetra. Hann segist vilja lifa og biðst griða.
„Ögmundur leit frá og mælti: „Eigi þorum vér nú það fóstri minn,"
segir hann. Var hann þá rauður sem blóð. Guðmundur svaraði þá: „Sá
liggur héðan nú skammt í brott að eigi er betra að sæma við yður og
lifa eftir haim dauðan." Gekk Ögmundur frá eftir það og settist niður
og var þrútinn mjög í andliti."38 Guðmundur er „hugþekkur" mönn-
um Ögmundar og voru þeir tregir til að taka hann af lífi. Verkinu er
komið yfir á mann Þorstein að nafni. Fómarlambið hneigði sig „til
jarðar brosandi og bað guð hjálpa sér."39 Allt líkamsmál Ögmundar
ber þess merki hve átakanlegt er að taka fósturson sinn af lífi. Valda-
barátta og mannvíg haldast í hendur. Hvers kyns tengsl milli óvina
em ekki þung á metunum. Þegar menn hafa skipað sér í fylkingar
verður ekki aftur snúið.
Sturla Sighvatsson, banamaður Vatnsfirðinga, hefur ekki farið
varhluta af valdaspili aldarinnar. Hann heyr sinn síðasta bardaga á
34 Sturlunga saga I, íslendinga saga, bls. 343.
35 Sturlunga saga I, íslendinga saga, bls. 343.
36 Rolf Heller, „Studien zur Svínfellinga saga", Arkivfór nordisk filologi 79 (1964),
bls. 105-116. — Sjá einnig Úlfar Bragason, „Sturlunga saga: Atburðir og frá-
sögn", Skáldskaparrnál 1 (1990), bls. 79-82, og Evu S. Ólafsdóttur, „Friðarboð-
skapur Svínfellinga sögu", Mímir 47, 38. árg. (1999), bls. 26.
37 Sturlunga saga II, Svtnfellinga saga, bls. 563.
38 Sturlunga saga II, Svínfellinga saga, bls. 563.
39 Sturlunga saga II, Svínfellinga saga, bls. 564.