Saga - 2005, Page 24
22
EVA S. ÓLAFSDÓTTIR
ingar hlutu að hafa áhrif á hegðun fólks, samvisku og hugmyndir
þess um gott og illt. En kristilegar skyldur voru einungis hluti af
því sem hver einstaklingur þurfti að haga lífi sínu eftir. Aðrar kvað-
ir fólust í að fylgja lögum, að lúta grónum skyldum ættarinnar, að
hlýða pólitískum leiðtogum og bandamönnum og síðast en ekki
síst að halda tryggð við vini. Allar þessar kvaðir á mönnum hlutu
að leiða til þess að eitt stangaðist á við annað. Þar af leiðandi urðu
árekstrar ólíkra hugmyndakerfa tíðir í íslensku samfélagi.57 Peter
Hallberg segir að samfara samfélagsþróuninni hafi fastheldin við-
horf orðið til þess að deyfa nauðsynlegt mótvægi fjölskyldusam-
stöðunnar við tilfinningu fyrir samfélagslegri ábyrgð. Það hafi enn-
fremur haft þau áhrif að ákveðnir valdamiklir menn á 12. og 13. öld
hafi orðið siðferðislega firrtir. Menn höfðu samkvæmt því látið af
gömlum siðum að einhverju leyti án þess þó að hafa að fullu til-
einkað sér kristið hugarfar til mótvægis. Við slíkar aðstæður varð
mönnum hált á svellinu og þeir fóru oft villur vegar í siðferðisefn-
um og mannlegri hegðun.58
I hverju fólst svo hinn kristilegi siðaboðskapur? Hafa verður í
huga að kristni er bóklærð trú. Hinn trúarlega sannleik var þar af
leiðandi að finna í helgiritum.59 Boðskapur vinsælustu trúarritanna
liggur því líklega til grundvallar kristilegum þætti dauðaviðbragða
í Sturlungu. Elucidarius er mikilsvert rit í þessu samhengi. Það er
samið um 1100 af presti sem kallaðist Honorius Augustodunensis.
Ritið er safn guðfræðilegrar þekkingar og er að miklu leyti byggt á
öðrum ritum. í því er að finna svör við ráðgátum sem guðfræðing-
ar samtímans stóðu frammi fyrir. Sjálfsöryggi höfundar skín í gegn
á köflum og hann hefur svörin nær undantekningarlaust á reiðum
höndum. Tekið er á helstu vandamálum í túlkun ritningarinnar en
mismunandi kenningar höfðu gert túlkunarmöguleikana óþrjót-
andi. Elucidarius var leiðarvísir fjölda klerka á Norðurlöndum. Þar
eru skýringar á flestu sem varðar Guð, allt frá sköpunarverkinu til
kristilegs lífemis og syndaaflausna. Þetta var ein vinsælasta guð-
fræðihandbók síns tíma, þýdd á flest evrópsk tungumál og er talin
hafa haft mikil áhrif á miðöldum. Hún var lesin víða allt frá 12. öld
fram til 15. aldar. Lærðir menn studdust þó ekki til lengdar við rit-
57 Einar Ólafur Sveinsson, The Age of the Sturlungs, bls. 105-106. — Sjá einnig
Guðrúnu Nordal, „Eitt sinn skal hverr deyja", bls. 19-20, 85.
58 Peter Hallberg, The lcelandic Saga (Lincoln, 1962), bls. 34.
59 Arnved Nedkvitne, Motet med doden i norroti middelalder, bls. 14.