Saga - 2005, Side 25
HEIÐUR OG HELVÍTI
23
ið.60 Klausa, sem einna helst væri hægt að tengja dauðaviðbrögðum
Sturlungu, er syndaaflausnin ásamt viðkvæðinu um að réttlátur sé
jafnan „utan hræðslu":61
[Lærisveinn spyr:] Hve mörgum háttum fyrirgefast syndir?
MAGISTER: Sú hin fyrsta syndalausn er skírn, önnur er pínsl,
þriðja er að ganga í iðran, fjórða er bænahald og tárafall, fimmta
er ölmusugerð, sétta er að fyrirgefa óvinum, sjöunda er ást og
heilagur góður vili.62
Með tilliti til þessa er ljóst að sumar sögupersónur Sturlungu beita
öllum þessum úrræðum á dauðastundu sér til framdráttar í öðru
lífi, að undanskilinni ölmusugjörðinni.
Annað trúarrit í svipuðum dúr er Um kosti og löstu. Ritið var
nokkurs konar handbók fyrir hinn almenna leikmann sem átti í sið-
ferðilegum vanda. Höfðingjar fengu margir hverjir takmarkaða trú-
arkennslu, nema í því sem laut að siðferði og breytni. Þeim bar að
vera dygðum prýddir og berjast gegn löstum. Ritarinn sjálfur, Alkvin
skólameistari í Jórvík, leggur til að mertn noti ritið sem handbók eða
leiðarvísi að dygðugra lífemi. Bókin er samsafn fjölda rita og var í
talsverðri notkun allt frá 9. öld fram til 14. aldar. Norræna þýðingin
er varðveitt í fjórum handritum og er hið elsta Norska hómilíubókin,
sem talin er rituð upp úr 1200.63 Boðskapur Um kosti og löstu er á
sömu nótum og í Elucidarius, sáluhjálp er alltaf innan seilingar. Guð
er trúr „og réttlátur, ef vér segjum til synda vorra, að hann mun fyr-
irgefa oss syndir og hreinsa oss af allri illsku."64 Mema verða þó að
hafa hugfast að syndaaflausnir eru aðeins veittar þessa heims: „Játi
syndgur maður lifandi það er hann gerði, því að eigi er ávaxtasam-
legt að játa í helvíti og stoðar ekki sú iðran til heilsu."65 „Öll von líkn-
ar stendur saman í skriftargöngu."66 Of seint er að iðrast synda sinna
eftir dauðann. En sönn iðran er ekki metin í árafjölda:
60 Gunnar Ágúst Harðarson, „Inngangur", Þrjár pýðingar lærðar frá miðöldum
(Reykjavík, 1989), bls. 19-22, og Turville-Petre, Origins of Icelandic Literature
(Oxford, 1967), bls. 137-139. — Sjá einnig Lars Lönnroth, „The noble heathen:
a theme in the sagas", Scandinavian Studies 41,1. hefti (1969), bls. 27, og Arn-
ved Nedkvitne, Motet med deden i norran middclalder, bls. 50.
61 Elucidarius, Þrjár þýðingar lærðarfrá miðöldum (Reykjavík, 1989), bls. 88.
62 Elucidarius, bls. 94.
63 Gunnar Ágúst Harðarson, „Inngangur", bls. 27-30.
64 Um kosti og löstu. Þrjár þýðingar lærðarfrá miðöldum (Reykjavík, 1989), bls. 134.
65 Um kosti og löstu, bls. 134.
66 Um kosti og löstu, bls. 135.