Saga - 2005, Qupperneq 26
24
EVA S. ÓLAFSDÓTTIR
Heldur að sárleik andar. [...] Eigi fyrirlíst iðran þó að hún sé
skammrar tíðar ef ger verður af hinum innsta sárleik hjartans
[...] því að eigi virðir Guð jafnmjög lengd tíðar sem hreinleik
hjartans iðranda manns. [...] Þó að hver sé syndugur og ómild-
ur, efi hann eigi sig mega fá líkn af Guðs miskunn ef hann
snýst til iðranar. [...] í þessu lífi aðeins lýkst upp frelsi iðranar,
en eftir dauðann er ekki leyfi til leiðréttingar.67
Ofangreind klausa gefur verstu illvirkjum von.
Kristileg auðmýkt er eins og rauður þráður í Norsku hómilíubók-
inni, svipað og í öðrum kristilegum ritum sem ætluð voru almenn-
ingi til eftirbreytni; hún er lykilatriði í þeim vegvísi sem veitir
mönnum inngöngu í paradís:
Nú er öllum mörtnum leyft að fara í himinríki er til þess vilja
vinna [...] biðjum vér gjarnsamlega að hver kristinn maður er
nokkura trú hefir að hann hverfi til Krist almáttigs með öllum
hug og hjarta.68
Syndugir menn eru hvattir til að snúa við blaðinu. Batnandi mönn-
um er best að lifa. Það er aldrei of seint að snúast frá villu vegar.69
Meira en líklegt er að nánast allir deiluaðilar Sturlungu hafi á sam-
viskunni þó nokkrar syndir og refsingin við þeim var ekki fögur:
Það eru höfuðsyndir er nú skulu þér heyra. Kirkjustuldur og
rán, manndráp, langræki, öfund, ofmetnaður, mikillæti, hór-
dómur, ofdrykkja, stuldur, og allur rangleikur, lausung, mein-
eiðar, mútufé, [...] það er allt djöfuls kraftur, og með því svíkv-
ir hann flesta menn frá Kristi og til helvítis.70
Afbrot samfélagsins voru títt í samræmi við það sem taldist synd-
samlegt. Syndir standa í raun fyrir allt sem brýtur í bága við það
sem telst innan hins siðferðislega ramma samfélagsins eða heildar-
innar.71
En stórsyndugur maður, allt að því fordæmdur, var síður en svo
glataður ef hann bætti ráð sitt. Og vissulega var helvíti ógnvænlegt
en sáluhjálpin var innan seilingar ef leitað var gaumgæfilega. í
kristilegum ritum var nefnilega að finna fjöldann allan af útgöngu-
leiðum frá eilífri útskúfun. Mitt í þessum aragrúa af helvítishótun-
67 Um kosti og löstu, bls. 136.
68 Gamal norsk homiliebok, bls. 66.
69 Gamal norsk homiliebok, bls. 73.
70 Gamal norsk homiliebok, bls. 35.
71 Amved Nedkvitne, Motet med dedcn i norron middelalder, bls. 110,135.