Saga - 2005, Side 28
26
EVA S. ÓLAFSDÓTTIR
fyrir um breytni Sveins Jónssonar og þeirra sem biðja um pínslir.
Óskin er í sjálfu sér í algjörri andstöðu við boðskap ritningarinnar,
skv. Lúk. 22:42. Þar telst ofdirfð að ætla að kalla yfir sig þjáningar.
Maður skyldi forðast „að hrifsa til sín kaleikinn sem sjálfur Jesús
Kristur hafði beðið um að yrði tekinn frá sér."75 Þessi boðskapur
hefur að öllum líkindum ekki náð til fólks í fornu samfélagi, enda
alls óvíst að honum hafi nokkurn tímann verið haldið á lofti. Lúk-
asarguðspjall tilheyrir Nýja testamentinu sem kom ekki út fyrr en
1540 í þýðingu Odds Gottskálkssonar.76 Að öðru leyti eru tilvitnan-
ir í það á stangli hér og þar í eldri trúarritum. Vafasamt virðist því
vera að styðjast við ritninguna í túlkun á dauðaviðbrögðum
manna. Menn höfðu ekki Biblíuna í heild sinni á íslensku. Haft
hafði verið fyrir að þýða hinar ýmsu helgisögur, predikanir og lof-
gjörðir, en sjálf ritningin kom ekki út í heilu lagi fyrr en 1584, þeg-
ar Guðbrandsbiblía var prentuð. Fram að því höfðu menn stuðst við
hina latnesku texta auk íslensks safnrits úr Gamla testamentinu,
Stjórn, sem ritað var um og upp úr miðri 13. öld 77 Þær trúarlegu
þýðingar sem fyrir hendi voru hafa líklega höfðað einna helst til al-
mennings. Af vinsældum þeirra að dæma má vera ljóst að þær hafa
verið það leiðarljós sem menn kusu að fylgja, enda af nægu að taka.
í Norsku hómilíubókinni er meðal annars að finna boð sem ganga
þvert á forboð Lúkasarguðspjalls:
Með því að nú nálgast tíð pínslar Drottins vors Jesú Krist góð-
ir bræður, þá byrjar oss að auka í nökkvi meinlæti vor, og líkja
í nekkvi eftir meinlætum þeim er Drottinn tók á sig fyrir vorar
sakar, því að þá gerumst vér verðir að fagna dýrð upprisu
hans. [...] Drottinn sýndi öll dæmi lítillætis og þolinmæði í
pínsl sinni þau er vér eigum eftir að líkja ef vér viljum gerast
liðir hans.78
Eitthvað þessu líkt gæti Sveinn ef til vill hafa heimfært upp á sjálf-
an sig. Frásögnin gerir einnig mikið úr guðdómlegum dauðdaga
hans.
Dýrlingar voru milliliðir manna og Guðs. Sögumar af þeim
voru almenningi kunnari og aðgengilegri en ritningin sjálf. Heil-
75 Gunnar F. Guðmundsson, Kristni á íslandi II, bls. 69.
76 Böðvar Guðmundsson, íslensk bókmenntasaga II (Reykjavík, 1993), bls.
391-392.
77 Sverrir Tómasson, íslensk bókmenntasaga I (Reykjavík, 1992), bls. 421, 556-557.
78 Gamal norsk homiliebok, bls. 77.