Saga - 2005, Blaðsíða 30
28
EVA S. ÓLAFSDÓTTIR
En í almennilegri orrustu, eftir réttu boði höfðingja þíns, þá
skalt þú eigi meir skirrast manndráp heldur en eitthvert verk
það annarra er þú veist að gott verk er og rétt, sýn þig í orrustu
djarfan og ófælinn, veg þá með hæfilegum höggum og hald-
kvæmum eftir því sem fyrr hafðir þú numið svo sem af góðu
skapi og þó drjúglegri reiði.83
Sé málstaðurinn réttur og göfugur leyfist mönnum að brjóta gegn
ritningunni og telst það gott og gilt. Og þótt Konungs skuggsjá sé
skrifuð um 1250 má gera ráð fyrir að boð hennar séu sniðin eftir
ríkjandi hefðum. Trúarleg atriði sem stangast á við veraldlegar
skyldur í þjónustu konungs eru ekki til umræðu í ritinu. Höfundur
virðist ekki sjá neitt athugavert við þá breytni sem sæmdin felur í
sér annars vegar og trúin hins vegar. Vítt og breitt í ritinu er að
finna áminningu um að menn skuli ávallt hafa dauðann hugfastan
og reyna að forðast hvers slags syndsamlegt athæfi. En jafnframt
eru menn hvattir til að auka æru sína og hefna af skynsemi, sbr.
„hefn meður hófi og sannsýni en eigi meður illgjarnlegri ákefð".84
Þessi mótsagnakennda siðfræði trúar og samfélags birtist í Sturl-
ungu. Eins og í Konungs skuggsjá er hirm ókristilegi veraldlegi þátt-
ur viðurkenndur í íslensku samfélagi sem lagalegur réttur einstak-
lings til að leysa ágreiningsefni með valdbeitingu eða öðrum tiltæk-
um ráðum.85 Samfélagið hafði ekkert framkvæmdavald sem vernd-
aði þegnana; það varð því hlutskipti þeirra að útkljá mál sín sjálfir.
Hefridarskylda og upphefð ærunnar voru fylgifiskar þessa skipu-
lags. Hefndarskyldan féll undir skyldustörf og gat beinst gegn
hverjum sem var í ætt þess seka. Ólíklegt er að hefndin hafi verið
álitin af hinu illa. Blóðhefnd var mikilvægur þáttur í samfélaginu
og þáverandi siðferðiskerfi. Maður sem varði sóma sinn eða skyld-
menna sinna með blóðhefnd jók því virðingu sína fremur en öf-
ugt.86 Konungs skuggsjá rómar heiðursmenn í hvívetna. Þá skal ekki
syrgja heldur fagna orðstír þeirra. Sæmdin er það verðmætasta sem
maðurinn lætur eftir sig. Orðstírinn var afrakstur athafna og afleið-
83 Konungs skuggsjá. Speculum regale (Kaupmannahöfn, 1920), bls. 152. Tilvísanir
í texta bókarinnar hafa verið færðar til nútímahorfs af höfundi og Guðrúnu
Ingólfsdóttur.
84 Konungs skuggsjá, bls. 169.
85 Amved Nedkvitne, Motet med deden i norrm middelalder, bls. 121-122,127.
86 M. I. Steblin-Kamenskji, The Saga Mind (Óðinsvéum, 1973), bls. 96-108. — Sjá
einnig Vilhjálm Árnason, „Saga og siðferði", Tímarit Máls og menningar 46, 1.
hefti (1985), bls. 34 og Guðrúnu Nordal, „Eitt sinn skal hverr deyja", bls. 70.