Saga - 2005, Page 33
HEIÐUR OG HELVÍTI
31
kvæmir fyrir hárbeittu skopi. Langt fram eftir miðöldum virðist
hefndin hafa þótt einu sæmandi viðbrögðin við alls kyns áreiti. í
hetjukvæðum og íslendingasögum er hefndarskyldan nátengd
hetjuhugsjóninni. Þessi hefð er ávöxtur heiðins samfélags þar sem
sæmdin skipaði stóran sess í virðingarstöðu manna. Þessi forni sið-
ur fylgir engu að síður íslendingum löngu eftir kristnitöku. Óskráð
lög sæmdarinnar höfðu fest rætur í hugarfylgsnum manna og var
viðhaldið í bókmenntum.97 Allt bendir hins vegar til að hefndin
hafi verið neyðarráðstöfun frekar en að um væri að ræða þægilega
skyndilausn. Þetta sést best á lýsingum íslendinga sögu þegar
minnst er á ófrið eða ágreiningsmál, sem virðast ætla að leiða til
illinda, og eru þá notuð orð eins og váði, vandi eða vandræði. Auk
þess eru hefndarverk með afar harmþrungnum blæ í Sturlungu.
Lýsingar á sárum og vopnaviðskiptum sýna á sársaukafullan máta
hve mikið böl ófriðurinn var.98
Á miðöldum heyra hinar trúarlegu forsendur blóðhefndar sög-
unni til. Samkvæmt lögum höfðu menn ákveðinn rétt til að útkljá
mál sín með mannvígi. Hefnd var úrræði sem hélst í hendur við
ríkjandi samfélagsform. Þetta breyttist undir lok 13. aldar með til-
komu Járnsíðu þegar menn áttu ekki lengur vígt um sakir sínar. Víg-
slóði Grágásar hefur að geyma ákvæði um hve mikil sekt liggi við
misjöfnum áverkum. Lýsingar á sárafari manna í íslendinga sögu
fylgja víðast orðafari Vígslóða. Málavextir eru oft og tíðum raktir í
samræmi við ákvæði Baugatals sem segir til um hver sé bótaskyld-
ur o.s.frv. Guðrún Ása Grímsdóttir telur að höfundur íslendinga
sögu hafi viljað skrásetja og festa í minni málarekstur landsins þeg-
ar mannvíg töldust til lagalegra refsinga. Lýsingar á sárum voru til
að mynda afar mikilvægar sökum ákvæða Grágásar. Allt bendir til
að höfundur styðjist við minnisgreinar um ýmis atriði sem lúta að
málsóknum á Alþingi. Oftast þegar ófriði lýkur í íslendinga sögu þá
koma fébætur í stað hefnda eða gagnhefnda.99 Ljóst er af heimilda-
söfnun sagnaritara, Sturlu Þórðarsonar, að honum hefur verið annt
um að segja rétt frá. Sé ályktun Guðrúnar Ásu á rökum reist þá er
greinilegt að sagnariturum hefur verið umhugað um að skrásetja
97 Einar Ólafur Sveinsson, The Age of the Sturlungs, bls. 128-129.
98 Gunnar Karlsson, „Siðamat íslendingasögu", Sturlustefna (Reykjavík, 1984),
bls. 215-219.
99 Guðrún Ása Grímsdóttir, „Um sárafar I fslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar",
Sturlustefna (Reykjavík, 1988), bls. 185-199.