Saga - 2005, Blaðsíða 34
32
EVA S. ÓLAFSDÓTTIR
atburði áður en þeir liðu þeim úr minni. Það gefur enn fremur til
kynna mikilvægi Sturlungu sem siðferðislegrar heimildar um skrá-
setningartíma. Sérstaða dauðalýsinga Sturlungusafnsins felst í upp-
gjöri samtímamanna við fortíð sem hefur markað þá fyrir lífstíð.
íslendinga saga er talin bera þungan siðferðisboðskap. Einnig hef-
ur verið gefið í skyn að hún sé jafnvel samin með þeim ásetningi að
vera öðrum víti til varnaðar.100 Mannúð í miðaldaritum er mögulega
tengd þrá manna eftir friði og samfélagslegu jafnvægi. Kristinn
sagnaritari þarf þó ekki endilega að vera fulltrúi kristilegs siðaboð-
skapar. Hann getur verið að boða siðsemi sem felst í samfélagslegri
hegðun sem viðheldur stöðugleika og friðsemd. Siðferði og hug-
myndaheimur manna er ekki eingöngu trúarlegur.101 Þannig fellur
siðferðisboðskapur íslendinga sögu í senn að hinum veraldlegu sið-
ferðisreglum sem og hinum kristilegu. Bardagalýsingar eru með
þeim hætti að þær geta engan veginn vottað velþóknun sagnaritara
á grimmdarverkum heldur þvert á móti. Sjónarhom og samúð sögu-
manns, sem jafnan er hjá fórnarlömbunum, gefur til kynna að um
siðaboðskap sé að ræða.102 Drápin eru þar þungamiðja boðskapar-
ins. í nálgun sögunnar eru jafnan tvö sjónarmið birt þegar átökin
eiga sér stað, annars vegar eru þeir sem vilja gefa fómarlambinu
grið og hins vegar eru þeir sem drepa af miskunnarleysi. Lýsingam-
ar hverfast títt um dráp mikilmenna enda eru þeir miðja frásagnar-
innar. Iðrun fómarlamba nálgast að vera síendurtekið stef í frásögn-
inni. Deyjandi maður játar syndir sínar og tekur við síðustu þjón-
ustu prests, sé þess nokkur kostur, og fer jafnvel með bænir eða
sönglar vers. Engu að síður fara menn í bardagaham eftir að hafa
verið neitað griðum.103 Sagan sveiflast þannig á milli hugmynda-
heims þar sem hetjuhugsjónin er í hávegum höfð og kristilegrar
auðmýktar þar sem upphafið lítillæti þess dauðvona minnir á við-
horf sem einkum er haldið á lofti í retórískum fræðum.104
100 Guðrún Nordal, „Eitt sinn skal hverr deyja", bls. 75. — Sjá einnig Ármann
Jakobsson, „Sannyrði sverða", bls. 44-50 og Guðrúnu Ásu Grímsdóttur,
„Um sárafar í fslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar", bls. 184.
101 Bjami Guðnason, „Þankar um siðfræði íslendingasagna", Skírnir 139 (1965),
bls. 70.
102 Guðrún Nordal, „Eitt sinn skal hverr deyja", bls. 72-94. — Sjá einnig Ár-
mann Jakobsson, „Sannyrði sverða", bls. 42-78.
103 Guðrún Nordal, Ethics and action in thirteenth-century lceland, bls. 30.
104 Guðrún Nordal, „Samtíminn í spegli fortíðar", Heiöin rninni (Reykjavík,
1999), bls. 71.