Saga - 2005, Page 39
HEIÐUR OG HELVÍTI
37
gerðir og hugsanir manna gerðar upp þegar kom að skuldadegi,
sem markaðist af dauðanum.118 Á dauðastundu er maðurinn mest
meðvitaður um sjálfið. Samkvæmt Phillippe Ariés átti sá deyjandi
að taka dauðanum af yfirvegaðri ró.119 Grundvallaratriði á dauða-
stundu var að beina huganum til Guðs. Kristileg hugleiðing hafði
úrslitaáhrif á afdrif sálarinnar í næsta lífi.120 Þeir sem vilja vera
höggnir á undan bræðrum sínum óttast að deyja í hefndarhug. Þau
viðbrögð sem eru í samræmi við þetta eru dæmi um hve mikil áhrif
áróður kirkjunnar hefur haft. Menn áttu að treysta á miskunnsemi
Guðs og vilja hans til að veita þeim góða viðurvist eftir dauðann.
Þeim mönnum sem ná að halda ró sinni og eru fullkomlega yfirveg-
aðir hefur tekist að yfirvinna efann og óttann við hið ókomna.121
í Sturlungu er mikið lagt upp úr kristilegum athöfnum þeirra
fórnarlamba sem snúa sér til Guðs. Eftir því sem dauðdagi manna
er kristilegri því hátíðlegri verður frásögnin, sbr. Svein Jónsson.
Sagnaritari stjórnar ferðinni og beinir athyglinni að því sem honum
er í mun að komi fram. Trúmenn deyja iðulega með mikilli reisn.
Andlegur styrkur er þeirra aðall. Bardagakappar státa hins vegar
jafnan af líkamlegu atgervi þó svo þeir eigi ekki annarra kosta völ
en láta bugast undir lokin. Á óöld þar sem aragrúi manna féll mátti
búast við að tekið væri mið af einhverju sér til halds og trausts ef
dauðann bar að höndum. Hetjukvæði og sögur ásamt píslarsögum
hafa þannig sameinast í ólgu samtímans og orðið að eins konar
þversagnakenndum leiðarvísi, til Guðs annars vegar og ævarandi
orðstírs hins vegar. En erfitt var að lifa eftir háleitum siðaboðum
þeirra hugsjóna sem birtast í hetju- og píslarsögum.
Dauðasenur Sturlungu opinbera á tilfinningaþrunginn hátt þörf
nvanna til að sættast við Guð. Þegar menn iðrast og undirbúa sig
fyrir dauðann umbreytast þeir siðferðislega. Þetta eru nánast einu
skiptin þar sem sjónum er beint að tilfinningalífi manna og pers-
ónulegri samvisku. Söngur sálma er einnig algengt minni í þeim
dauðasenum. Undirbúningurinn er misformlegur manna á milli og
helst oft í hendur við stöðu þeirra eða hversu stórt hlutverk þeir
118 Arnved Nedkvitne, Metet med deden i norran middelalder, bls. 30-38, 46-48.
119 Philippe Ariés, Dedens historie i Vestern: fra middclalderen tii nutiden, bls. 34,
38. — Sjá einnig Amved Nedkvitne, Motet med dedcn i norren middelalder, bls.
72.
120 Auk þess sem tekið var tillit til hvemig menn höfðu varið lífinu.
121 Amved Nedkvitne, Metet med doden i norrm middelalder, bls. 72, 78, 92-93.