Saga - 2005, Page 41
HEIÐUR OG HELVÍTI
39
ar.127 Þá var stríðsþreyta og lífsþrá farin að skipa stóran þátt í
ákvarðanatökum manna. Almenningi hefur staðið stuggur af
linnulausum ófriði. Dauðinn var ávallt nálægur og hundruð manna
voru fallin í valinn. Dauði flestra þjónaði engum tilgangi. Friður var
hvergi innan seilingar. Dauðinn einn blasti við þeim sem tóku af-
stöðu. Nálægð dauðans gerði það að verkum að menn voru á varð-
bergi og við honum búnir. Tíð dauðsföll höfðu brynjað menn gegn
hvers slags áföllum. Þeir voru því betur í stakk búnir til að takast á
við eigin dauðdaga en ella. Afstaða þeirra til dauðans endurspegl-
ar lífssýn þess tíma.128 En fögur fyrirheit geta reynst erfið þegar
kemur að örlagastundinni. Mitt á milli hetjudáða og trúarjátninga
missir hver söguhetjan á fætur annarri sjónar á göfugum siðferðis-
boðum hetjuhugsjónar eða trúar. Stund veiklyndis bráir þó fljótt af
flestum. Yfirleitt reyna menn í lengstu lög að forðast hinn hinsta
dóm en þegar sú stund rennur upp þá grípa menn til viljastyrksins
og horfast af einbeitni í augu við aðstæður. Þannig virðist örlaga-
trúin og máttur viljans vera það samspil sem stappar stálinu í
naenn. Það hefur eflaust veitt mönnum ákveðna hugsefjun að tengja
hið óumflýjanlega við Guðs vilja.129 Það auðveldaði mönnum að
telja í sig kjark og snúa sér til Guðs eða biðja um prestsfund eins og
þeim sæmdi að gera, eða grípa harðir til vopna og búast til síðasta
bardaga. Hvað sem þeir taka til bragðs þá er það ávallt æðruleysið
sem sker úr um hvort viðbrögð þeirra hafi verið mannsæmandi.
Þeir viðbúnu vita af skapadægri sínu og óttast ekki. Reisn þeirra
felst í yfirvegun þegar vitað er að dauðinn er á næsta leiti. Sveinn
Jónsson velur sér til dæmis hinn kvalafyllsta dauðadaga sem um
getur í Sturlungu. Menn reyna að haga viðbrögðum sínum þannig
að þau séu þeim til upphefðar en sá kostur er ekki alltaf fýsilegur.
Ekki er á færi allra að sýna andlega yfirburði á raunastundu allt til
enda.
Kringumstæður á dauðastundu skipta öllu máli og ráða úrslit-
um um hvort viðkomandi hlýtur ævarandi heiður og himnaríkis-
vist. Kvalræði miðaldamanna í jarðvistinni jók líkur á betra lífi fyrir
127 Sturlunga saga II, Þórðar saga kakala, bls. 462-470 og Lbs.-Hbs. Eva S. Ólafs-
dóttir, Horfst í augu við dauðann, bls. 75-76.
128 Gunnar Þór Bjarnason, ,,„En þegar dauðinn kemur svo sem ein voldug hetja
..." Um viðhorf til dauðans á síðari öldum", Ný saga 1 (1987), bls. 31, 40-41.
129 Einar Ólafur Sveinsson, Á Njálsbúð (Reykjavík, 1943), bls. 159-162.