Saga - 2005, Blaðsíða 49
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
47
ferðalögum áður fyrr.6 Þessi gangtegimd mun reyndar líka þekkt í
Mið-Asíu, svo sem hjá Mongólahestinum, sem einnig á sér langa
sögu járnalausrar notkunar.7
Ójámuð stóðhross verða oft sárfætt í löngum rekstri. Frá lokum
19. aldar og fyrri hluta hinnar tuttugustu eru til margar frásagnir er
lýsa þeim erfiðleikum er fylgdu langferðum, t.d. er markaðshross
voru rekin yfir hálendið ójárnuð. Umhyggjusamir hestamenn jám-
uðu jafnvel tryppi og folöld fyrir langar rekstrarleiðir. Sigurður frá
Brún fór eirm með hrossarekstur suður Sprengisand 1929 og lenti í
miklu járningabasli, verkfæralaus í óbyggðum. Frásögn hans gefur
glögga mynd af því hve mikið gat verið í húfi þegar reiðhross töp-
uðu undan sér á fjöllum.8
Að ýmsu leyti hentar útigangur hófum betur en innistaða; tað
og óhreinindi geta valdið rotnirn og ennþá er það talið nauðsynlegt
fyrir tamda reiðhesta á íslandi að fá að eyða haustinu og jafnvel
sem mestu af vetrinum jámalausir á beit.9 Flafi hófar skemmst og
hestur helst af þeim sökum þarf hann yfirleitt langa hvíld; þykir
stundum vel sloppið ef hann er heill að ári. Því var m.a. haldið fram
í byrjun 20. aldar að klofnir hófar væru mjög algengir hér vegna
illrar umhirðu á brúkunarhestum.10
í rauninni er álitamál hvort beri að skilgreina íslenska hestinn
sem „húsdýr" í bókstaflegri merkingu þess orðs þar sem hann hef-
ur verið alinn á útigangi frá upphafi. Mikill hluti íslenskra hrossa
elur enn mestan aldur sinn utandyra þegar hrossin eru ekki í notk-
un þó að nú sé orðin almenn regla að sjá þeim fyrir nægilegu fóðri.
Utigangshross nota framhófana til að krafsa og leita ætis að vetrin-
um: „berja gaddinn". Sú viðleitni virðist þeim í blóð borin. Vegna
einangrunar hefur íslenski hesturinn verið laus við marga kvilla
sem hrjá hesta í nágrannalöndum en saga íslenskra hestalækninga
sýnir líka að íslenskir bændur voru fremur raunsæir og lausir við
ýmsar þær kreddur sem víða tengdust meðferð á hestum.11
6 Sbr. t.d. Oddur Einarsson, íslandslýsing (Reykjavík, 1971), bls. 101.
7 Sbr. Theodór Arnbjörnsson, Hestar, 2. útg. (Reykjavík, 1975), bls. 16.
8 Sigurður Jónsson frá Brún, Einn á ferð og oftast ríðandi (án útgáfustaðar, 1985),
t.d. bls. 45-89.
9 Helgi Sigurðsson, Hestaheilsa. Handbók hestamanna um hrossasjúkdóma (Reykja-
vík, 1989), bls. 108-115.
10 Georg H. F. Schrader, Hestar og reiðmenn á íslandi (Akureyri, 1913), bls. 46-49.
H George J. Houser, Saga hestalækninga á íslandi (Akureyri, 1977), sbr. t.d. bls. XII
og 310.