Saga - 2005, Side 50
48
JÓN ÁRNI FRIÐJÓNSSON
Ójárnaðir fornhestar og illa búnir brúkunarklárar
Þó að hesturinn hafi verið mikill örlagavaldur í sögu Evrópu og
Asíu frá örófi alda lærðist mönnum í rauninni fremur seint að gera
sér hentug reiðtygi og að verja hófa þeirra.12 Það er þó ólíku saman
að jafna þurrum sléttum Mið-Asíu og Mesópótamíu og röku og
svölu loftslagi Norður-Evrópu, að ógleymdu íslensku hraungrýti,
og því hæpið að taka herfarir Assyríumanna eða Mongóla á járna-
lausum hestum til marks um að jáming sé aukaatriði. Skeifur og
ístöð fara fyrst að sjást á vestrænum listaverkum á níundu öld en
notkun slíkra gripa virðist hafa orðið algeng meðal riddara Karla-
magnúsar.13 Hestar voru víðast hvar ekki dæmigerð alþýðueign í
Evrópu á miðöldum. Þeir voru fremur stöðutákn höfðingja og
tengdir hernaði eins og sést t.d. á því að kristnum þegnum kalífa-
ríkisins á miðöldum var beinlínis bannað að bera vopn og ríða hest-
um.14 Á hámiðöldum hefur hestum farið fjölgandi í Evrópu með
batnandi samgöngum og jafnframt vegna tækniframfara á borð við
tilkomu hjólaplógs.15 Algengt var að nota uxa sem dráttardýr en
hestar urðu smám saman eftirsóttari enda viðbragðsfljótari og þjálli.
Á Englandi þótti gefast vel að beita hestum og uxum saman fyrir
plóga og í dæmigerðum akuryrkjuþorpum áttu gildir bændur að
jafnaði nokkra dráttarhesta.16
Stórir dráttarhestar eru yfirleitt þungir á fóðrum en sums staðar
í Evrópu eru einnig til gömul, harðger smáhestakyn sem eru létt á
fóðrum, þurfa ekki kom, geta lifað á útigangi að meira eða minna
leyti og henta til erfiðisvinnu. íslenski hesturinn og norski fjarða-
hesturinn eru af slíkum ættum.17 Fóðurþörf ferðahesta af því tagi
má einfaldlega fullnægja með því að velja áningarstaði þar sem er
hagi.
12 Gamlar kenningar herma að Keltar hafi jámað hesta sína á skeifur fyrir um
2000 árum, sbr. Theódór Ambjömsson, Járttingar. En þær hugmyndir hafa
verið vefengdar og verða látnar óhreyfðar hér.
13 Luigi Gianoli, Horses and Horsemanship Through the Ages (New York, 1969), bls.
56. — Enn fremur Lynn White, „The Expansion of Technology 500-1500", Thc
Fontana Econonmic History ofEurope. The Middle Ages. Ritstj. Carlo M. Cipolla
(London, 1976), bls. 151-152.
14 Bemard Lewis, The Crisis oflslam (London, 2003), bls. 39.
15 Sbr. Norbert Ohler, The Medieval Traveller (Woodbridge, 1996), bls. 15-17.
16 Frances and Joseph Gies, Life in a Medieval Village (New York, 1990), bls. 17,59,
82,136.
17 Sbr. Theodór Ambjömsson, Hestar, bls. 73-80.