Saga - 2005, Side 55
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
53
jámingum orðin eitthvað skárri, meira um vegabætur og ferjur. Þá
bætir hann við athyglisverðu atriði: „Eyðing 11. og 12. aldar á kjarri,
þar sem reiðgötur lágu, hefur greikkað för manna."33 Nútíma-
mönnum er tamara að harma horfna skóga landnámsaldar en að
hugleiða að þeir muni líka hafa verið ferðalöngum til trafala. En
Grágás gerir m.a. ráð fyrir þeim möguleika að menn geti lent í
ógöngum með klyfjahest, sleða eða jafnvel vagn í skógi annars
manns og þurft að höggva sér leið.34
Broddi Jóhannesson fjallaði einnig um það hvernig menn hefðu
glímt við þann vanda að ferðast á járnalausum hestum:
Um langreiðir er þess að geta, að hestaskipti voru mjög tíð, og
þótti það góður höfðingjabragur að heimila sérhverjum ferða-
lang hestaskipti. Ennfremur virðist mér sennilegt, að gróðurfar
íslands hafi verið með því sniði fyrstu aldirnar, að landið hafi
verið mun mýkra undir hófum en síðar varð, þegar skógar
eyddust og uppblástur herjaði landið 35
Skýringar þeirra Bjöms eru ágætlega samrýmanlegar; þegar skóg-
ur var horfinn hefur land verið greiðfærara á meðan gróður og jarð-
vegur entust. En ýmsar leiðir sem voru fjölfamar á miðöldum af
mönnum á ójárnuðum hestum væru vafalaust gersamlega ófærar
slíkum ferðalöngum nú. Fullyrðing Brodda um hestaskiptin er líka
athyglisverð. Um gestrisni Þorsteins Ingimundarsonar á Hofi í
Vatnsdal segir m.a. í Vatnsdæla sögu:
Þar var öllum mönnum matur heimill og hestaskipti og allur
annar farargreiði og skylt þótti það öllum utanhéraðsmönnum
að hitta Þorstein fyrstan og segja honum tíðendi .. .36
Slík gestrisni gat jafnframt lagt grunn að sterkri valdastöðu eins og
Helgi Þorláksson hefur sýnt fram á.37 Einnig má vera að til hennar
megi rekja ákveðinn sið sem enn er ekki með öllu horfinn. Meðal
hestamanna, einkum þeirra er fást við tamningar, hefur til skamms
tíma verið þekkt sú skemmtun að hafa hestakaup, skipta á hestum,
gjarnan án þess að spyrja um kosti eða galla en vonast eftir hagn-
33 Bjöm Sigfússon, „Full goðorð og fom", bls. 61 og 62.
34 Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins, Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og
Mörður Ámason sáu um útg. (Reykjavík, 1997), bls. 327.
35 Broddi Jóhannesson, Faxi, bls. 299.
36 íslcnzk fornrit VIII. Vatnsdæla saga. Einar Ól. Sveinsson gaf út (Reykjavík,
1939), bls. 84.
37 Helgi Þorláksson, Gamlar götur og goðavald. Umfornar leiðir og völd Oddaverja í
Rangárþingi. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 25 (Reykjavík, 1989).