Saga - 2005, Page 57
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
55
höfðingjar hafa sóst eftir hjá erlendum kaupmönnum til að sýna
ríkidæmi sitt.40
Sturlunga er rík af dæmum um hestaferðir á öllum árstímum og
einstöku sinnum er beinlínis getið um járningar. Sumarið 1233 fékk
Sighvatur Sturluson öflugan hest, „jámaðan öllum fótum" í Reyk-
holti til að ríða að Sauðafelli en hann gafst upp á Bröttubrekku.41
Þetta reyndist illur fyrirboði. Eigandi hestsins, ráðsmaðurinn í
Reykholti, var drepinn er hann fór um Mýramar og kúgaði hesta af
bændum. Broddi Jóhannesson taldi að slíkt dæmi um aljárnaðan
hest um hásumar hafi verið óvenjulegt og þess vegna í minnum
haft. Höfðingjar Sturlungaaldar hefðu að meira eða minna leyti
orðið að sætta sig við að ríða ójámuðu á ferðum sínum.42 Önnur
dæmi um járnaða hesta snúa að vetrar- eða haustferðum.
ísletidingasaga greinir frá því er þeir Sighvatur og Sturla voru að
undirbúa Reykholtsför: „Um veturinn eftir jól fóru menn þeirra ...
vestur til Víðidals og var erindi að bændur skyldi járna hesta sína
og vera búnir þá er þeir væri upp kvaddir."43 Þeir feðgar komu síð-
an með tíu hundruð manna lið í Borgarfjörð 23. mars. Á þeim tíma
má að öllu jöfnu gera ráð fyrir að flestir vegir séu illfærir ójárnuð-
um hestum vegna svellalaga.
Að lokinni brúðkaupsveislu á Flugumýri haustið 1253 hugði ís-
leifur Gissurarson á suðurferð 21. október en tafðist, enda „voru
sumir hestar hans eigi komnir en sumir eigi járnaðir."44 Á þeim árs-
tíma má vænta svella á fjallvegum. Skömmu fyrir jól árið 1252 var
Þorgils skarði á ferð og kom í Reykholt þar sem menn „létu járna
hesta þeirra með því sem til fékkst." En Egill Sölmundarson fékk
mönnum hans „vopn eða klæði eða hestajám".45 Ekkert verður af
þessum dæmum ráðið um hvers konar járn er að ræða, um skeifur
er aldrei talað beint.
Þeirri hugmynd hefur verið hreyft að mikil hestaeign Skagfirð-
inga hafi átt þátt í velgengni þeirra og mikilvægi héraðsins á Sturl-
40 Sbr. Helgi Þorláksson, Vaðmál og verölag, bls. 68.
41 Sturlunga saga I—II. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjám
sáu um útgáfuna (Reykjavík, 1946). Hér eftir er vísað til þeirra binda sem not-
uð eru, ásamt sögunni. Stafsetning hefur verið færð til nútímahorfs af höf-
undi. Sturlunga saga I, íslendingasaga, bls. 362.
42 Broddi Jóhannesson, Faxi, bls. 294-300.
43 Sturlunga saga I, Islendingasaga, bls. 390.
44 Sturlunga saga I, íslendingasaga, bls. 484.
45 Sturlunga saga II, Þorgils saga skarða, bls. 135.