Saga - 2005, Blaðsíða 58
56
JÓN ÁRNl FRIÐJÓNSSON
ungaöld.46 Ef það er rétt skilið að samfélagið hafi bætt sér upp
skeifnaleysi með því að hafa margt hrossa á takteinum þá sýnist
þessi hugmynd rökrétt — þó að því gefnu að Skagafjörðurinn hafi
verið svo hrossauðugur sem síðar varð. Sturlunga greinir frá mörg-
um hálendisferðum ríðandi og gangandi manna en „öxulveldi" Ás-
birninga og Haukdæla byggðist beinlínis á greiðum og tíðum sam-
göngum um Kjalveg, þvert yfir landið. Stærsti hópurinn sem fór
um Kjöl hefur líklega verið lið Kolbeins unga og Gissurar Þorvalds-
sonar er stefndi í Skagafjörð 1238, líklega um 1080 manns.47 Gróður-
far hefur þá greinilega verið mun blómlegra á Kjalvegi en síðar
varð en haglendi í grennd Hveravalla hlýtur þó að hafa látið á sjá á
þessum árum. Ályktanir Árnýjar Sveinbjörnsdóttur út frá ískjörn-
um úr Grænlandsjökli benda líka til að veðrátta hafi heldur farið
kólnandi á 13. öld.48 Það hlýtur að hafa verið þung áþján fyrir
bændur þegar slíkir flokkar fóru um landið; jafnvel þar sem þeir
fóru með friði hafa menn mátt búast við að þurfa að láta af hendi
óþreytta hesta og með heila hófa.
Orðið skeifa finnst ekki í íslendingasögunum samkvæmt Orð-
stöðulykli íslendingasagna. Sögnin að járna er þar sjaldan höfð um
hesta og þá jafnan um vetrarferðir. í Fljótsdæla sögu segir: „Og er af
líður sumarið þá lætur Helgi jáma hesta þrjá." í Hrafnkels sögu seg-
ir: „veturinn er daga lengdi þá lét Sámur járna hesta."49 í Bollaþætti
segir frá því að Bolli lét „járna hesta" eftir jól til að vitja heimboða
norður í Skagafjörð.50 í Heiðarvíga sögu er þess getið er Víga-Styrr er
á ferð með mönnum sínum og kemur á bæ; „höfðu þeir vöknað í
Hítará en Styrr hafði skúaðan hest og var því eigi votur. Frost var
um daginn."51 Útgefendur sögunnar telja að þetta merki að hann
hafi einn verið á skaflajárnuðu. En einnig má álykta að ferðafélag-
ar hans hafi hreinlega verið á ójárnuðum hestum og orðið að teyma
þá og vaða ána að meira eða minna leyti vegna ísa. Það er hins veg-
46 íslenskur söguatlas, 1. bindi. Frá öndverðu til 18. aldar, ritstjórar Ámi Daníel Júl-
íusson, Jón Ólafur ísberg og Helgi Skúli Kjartansson (Reykjavík, 1989), bls. 86.
47 Haraldur Matthíasson, „Fjallvegaferðir á Sturlungaöld", Árbók Ferðafélags ís-
lands (1988), bls. 63-82, sbr. bls. 70.
48 Ámý Sveinbjömsdóttir, „Fomveðurfar", bls. 103-105.
49 (slendingasögur. Orðstöðulykíll og texti. Margmiðlunardiskur MM (Reykjavík,
1998), bls. 720,1415.
50 íslenzkfornrit V. Laxdæla saga. Einar Ól. Sveinsson gaf út (Reykjavík, 1934), bls.
236-237.
51 íslenzk fornrit III. Heiðarvíga saga, bls. 232.