Saga - 2005, Side 59
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
57
ar athyglisvert að ekki er talað um bryddan hest heldur skóaðan;
það vísar fremur til skeifna en ísbrodda.
Orðið skeifa virðist fremur ungt í íslensku og myndað af lýsing-
arorðinu skeifur sem merkir skakkur; það kemur þó fyrir sem við-
urnefni í Sturlungu.52 Asgeir Blöndal segir að orðið eigi sér engar
beinar samsvaranir í skyldum nágrannatungumálum.53 Elstu dæm-
in í gagnasafni Orðabókar Háskóla íslands eru frá 16. öld og athug-
un á seðlasafni Orðabókar Arnamagnæansk Samling í Kaupmanna-
höfn úr miðaldatextum leiddi ekki í ljós fornleg dæmi.54 í hinum
elstu heimildum er yfirleitt talað um hestajám eða hestskó en í Búa-
lögum er þó gerður greinarmunur á íshöggsskóm og aurskóm, svo
sem síðar skal vikið að.
í nútímanum er skeifan fyrir löngu orðin klassískt form og hluti
af myndrænu táknkerfi en hversu handgengnir ætli 13. aldar menn
hafi verið þessari mynd? — Allir þekkja hina meitluðu vísu Þóris
jökuls er hann beið dauða síns eftir Örlygsstaðabardaga: Upp skalt á
kjöl klífa. Síðari hlutinn hefst á þessum hendingum: „Skafl beygjattu
skalli / þótt skúr á þig falli".55 Skafl er hér jafnan talið merkja sama
og skeifa, og fyrsta línan þýðir þá: „Beygðu ekki skeifu", þ.e. farðu
ekki að gráta. Broddur á skeifu er enn kallaður skafl, en hér vísar
orðið til skeifunnar allrar. Það er að vísu einkennilegt að orðið skafl
kemur aldrei fyrir í þessari merkingu í íslendingasögum sam-
kvæmt Orðstöðulykli íslendingasagna.
Það er hugsanlegt að Þórir jökull hafi verið vanur því að nota
orðið skafl yfir þetta fyrirbæri; hestskór hafa líklega verið sjaldséðir
á íslandi á 13. öld og e.t.v. einkum hafðir til vetrarferða og því bún-
ir sköflum. Einnig er hugsanlegt að skýringin sé einfaldlega byggð
á síðari tíma myndhverfingu. „Að beygja skeifu" í merkingunni að
gráta er mun yngra orðalag — „að beygja skafl" gæti allt eins þýtt
að beygja járnbroddinn sem á að tryggja fótfestu, þ.e. skemma
hann, t.d. á grjóti. Líkingin merkti þá einfaldlega að bogna, gefast
52 Þorleifur skeifa var tengdasonur Hvamms-Sturlu. Sturlunga saga I, íslendinga-
saga, bls. 234, 314, 338.
53 Ásgeir Blöndal Magnússon, íslensk orðsifjabók (Reykjavík, 1989), bls. 835.
54 Orðabók Háskólans, slóð: www.lexis.hi.is. Sjá ennfr.: Dí XI, bls. 135. Þó að
ekki fyndust verulega fom dæmi um orðið skeifu í Kaupmannahöfn komu þar
fram afar gagnlegar upplýsingar og á Þorbjörg Helgadóttir, starfsmaður
Ordbog over det norrone prosasprog á Den Amamagnæanske Samling í Kaup-
mannahöfn, þakkir skildar.
55 Sturlunga saga I, íslendinga saga, bls. 438.