Saga - 2005, Page 60
58
JÓN ÁRNI FRIÐJÓNSSON
upp. Hafi það að „beygja skafl" merkt sama og að „búa til skeifu"
er greinilegt að það merkir að smíða vetrarskeifu, enda er líklegt að
sumarskeifur hafi enn verið fáséðar hér á landi. Það bendir þá líka
til þess að skaflaskeifan hafi verið farin að leysa broddinn af hólmi
til vetrarjáminga. Getur hugsast að átt sé við eins konar millistig
milli skeifu og ísbrodds, vísi að skeifu með táskafli, eins og fundist
hafa í Finnlandi?56
Eirspennill er norskt handrit frá fyrri hluta 14. aldar. Þar eru
m.a. svokallaðar Böghinga sögur sem greina frá atburðum er urðu á
tímum átaka Bagla og Birkibeina, manna Sverris konungs, og þar
leynist athyglisverð frásögn af hestskósmíði sem á sinn hátt gefur
til kynna að slíkir gripir hafi í hugum manna verið hálfgerð galdra-
tól og helst ætluð til vetrarferða. Það gerðist á bæ einum í Noregi að
gestur kom ríðandi á vetrarkvöldi skömmu fyrir jól, baðst gisting-
ar og að bóndi smíðaði sér „hestgang". Bóndi tók því vel en þótti
ferðasaga gestsins með ólíkindum því hann kvaðst kominn afar
langt að og ætlaði sér ekki skemmra næsta dag. Þegar bóndi tók til
við smíðina þá „smíðaðist ekki sem hann vildi." En gesturinn
mælti: „„Smíðaðu sem sjálft vill fara" og urðu meiri hestskúarnir en
hann hefði fyrr séna. En er þeir báru til þá var sem hæfði hestin-
um."57 Kom nú í ljós að gesturinn var Óðinn og hesturinn þá vænt-
anlega Sleipnir enda hurfu þeir í loftköstum yfir skíðgarðinn er um-
lukti bæinn. Þiðriks saga af Bern er reyfarakenndur blendingur af
fomaldar- og riddarasögu, samin upp úr riddarakvæðum, e.t.v. í
Björgvin, en varðveitt í norsk-íslensku handriti frá 13. öld. Þar má
glöggt sjá hvílíkum ljóma stafar af riddurum og járnuðum gæðing-
um þeirra. Samkvæmt henni má enn sjá förin eftir hestskó og nagla
á klöppinni þar sem hestur hetjunnar sparn við fótum.58 Og hinn
hvíti gæðingur artnarrar hetju er járnaður með gullnöglum.59 Segja
má að þessar heimildir vitni báðar um að skeifur hafi ekki verið
neinn hversdagsbúnaður og kallist á sinn hátt á við hinar fáu frá-
sagnir af alskúuðum hestum íslenskra höfðingja. Skeifur voru í
56 Niilo Valonen, „Hestesko", KLNM 6, 547-548. Sbr. einnig mynd á bls. 547.
57 Eirspennill. AM 47 fol. Nóregs konunga sögur. Udgivet ved Finnur Jónsson
(Kristiania, 1916), bls. 469.
58 Þiðriks saga af Bern. I—II. Udgivet ved Henrik Bertelsen (Kobenhavn,
1905-1911). Sjá: Þiðriks saga I, bls. 157. Handrit frá 17. öld talar hér um skeif-
ur þar sem hið eldra hefur skúa.
59 Þiðriks saga II, bls. 347. Hið yngra pappírshandrit vill raunar hafa hestskóna
sjálfa úr gulli líka.