Saga - 2005, Side 63
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
61
Kristinsson á Skriðulandi í Kolbeinsdal, getur þess ekki.64 Guð-
mundur Arason lenti í miklum hrakningum á heiðinni í janúar 1195
ásamt hópi fólks en ekki er þess getið að þá væri þar nokkurt af-
drep.65 Þessi mannvirki hljóta að hafa verið reist vegna umsvifa
biskupsstólsins þó að það hafi líklega ekki verið fyrr en á 15. eða 16.
öld.
Það er athyglisvert að Hólastóll var settur á laggirnar um það
leyti þegar menn hafa gjarnan talið að íslendingar hafi verið að
byrja að kynnast skeifum. Að mati síðari tíma er góð járning alger
forsenda þess að hægt sé að ferðast á hestum um fyrrgreinda fjall-
vegi en óvíst er hvort menn litu svo á í byrjun 12. aldar, hvað þá að
því er varðar áburðarhesta. Samt hlýtur að mega gera ráð fyrir að
Hólamenn hafi fljótlega séð gildi þessarar tækninýjungar enda
settu þessir fjallvegir, sem þeir áttu vafalaust sjálfir drjúgan þátt í að
ryðja, Hólastað í alfaraleið öldum saman.
Farmaskipin
Eitt mikilvægasta atriðið er stýrði ferðum manna um Rangárvelli
og hlaðið í Odda var Sandhólaferja við Þjórsá. En ferjuútgerð á sjó
virðist og hafa verið mikilvægur þáttur í að tryggja völd höfðingja
á borð við Hrafn Sveinbjarnarson, sem sagt er að hafi haft skip bæði
við Arnarfjörð og Breiðafjörð og greitt för hverjum sem á þurfti að
halda. Fé sem varið var í slíkan útveg var ekki tíundarskylt.66 En þó
að Hrafns saga leggi megináherslu á fórnfýsi og greiðasemi Hrafns
er hitt ljóst að um 1200 hafa ýmsir höfðingjar haft verulegan hag af
að gera út farmaskip til eigin nota, t.d. á Vestfjörðum og við Breiða-
fjörð.67 Þá er þess getið í Reykdæla sögu að Áskell goði átti ferju og
var hún höfð til að sækja föng til Flateyjar og Grímseyjar.68 En einnig
má færa að því rök að strandsiglingar hafi beinlínis verið stundað-
ar til flutninga af því tagi sem síðar fóru einkum fram á hestum.
64 Sbr. Hjörtur Þórarinsson, „Byggð í tröllagreipum", Árbók Ferðafélags íslands
1990, bls. 63-92. — Örnefnastofnun íslands, Kolbeinn Kristinsson, Ömefnalýs-
ing Kolbeinsdals.
65 Byskupa sögur III, Guðmundar saga Arasonar, Guðni Jónsson bjó til prentunar
(Reykjavík, 1948), bls. 229-235.
66 Helgi Þorláksson, Gamlar götur og goðavald, bls. 72-75.
67 Sbr.: Sturlunga saga I, /slendinga saga, bls. 391.
68 Islenzk fornrit X. Reykdælasaga og Víga-Skútu. Bjöm Sigfússon gaf út (Reykja-
vík, 1940), bls. 170-171.