Saga - 2005, Blaðsíða 65
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
63
skipum, það er þeim væri gagn að, en á Þórðar skipum var hver
maður öðrum kænni."72 Það þarf ekki að koma á óvart að Vestfirð-
ingar hafi átt góð skip um miðja 13. öld en hitt er athyglisvert hversu
veglegur floti Norðlendinganna var en þeir sjálfir litlir sjóliðar. Hin
augljósa skýring er sú að sjávarútvegur var ekki eins styrkur norð-
anlands og vestan en það svarar ekki þeirri spumingu hvað Norð-
lendingarnir voru þá að gera með öll þessi stóru skip.
Allt bendir til að fiskveiðar hafi verið vaxandi atvinnugrein á 13.
öld en hentugustu vertíðarskip virðast yfirleitt hafa verið sex- og átt-
æringar. Stærri skip hafa hreinlega ekki hentað til að vera dregin á
land á hverju kvöldi og flotað aftur að morgni. f Flóabardaga mætt-
ust hins vegar 32 skip sem mörg, kannski flestöll, voru stærri en
venjuleg fiskiskip en skipverjar á hinum stærri og glæstari flota
voru þó ekki allir vanir sjómenn. „Stórskip" Norðlendinganna og
veglegustu skip Vestfirðinganna hafa verið farmaskip eða ferjur.
Það samrýmist vel mynd Bandamanm sögu af hinum framtakssama
bóndasyni úr Miðfirðinum sem lagðist í fiskveiðar og strandsigl-
ingar með varning frá fiskiverum á útnesjum.
Farmaskip Norðlendinga hljóta m.a. að hafa verið notuð í kaup-
staðarferðir, ekki síst eftir að höfnin á Gásum var orðin helsta og oft
eina kaupskipahöfn Norðurlands á 13. og 14. öld. Þangað komu
líka íslenskir menn siglandi til að selja sjávarfang.73 Vafalaust hafa
farmaskipin ekki síst verið höfð til að sækja afla í verstöðvar. En
þörfin fyrir bætta samgöngu- og flutningstækni hlýtur hins vegar
að hafa verið mjög tilfinnanleg, ekki síst fyrir stofnun á borð við
Hólastól sem átti margvísleg viðskipti við kaupmenn á Gásum.74
Hólastóll hafði skip í förum við skreiðarflutninga á 14. öld og verð-
ur ekki annað séð en að þau hafi verið send í aðra landshluta þeg-
ar svo bar undir, t.d. til Vestfjarða.75 Árið 1394 hlekktist Hólaferjunni
á úti fyrir Beruvík á Snæfellsnesi.76 Þá var hart í ári og hafa menn
leitað langt eftir föngum en ekki er þó víst að svo langt hafi verið
farið á hverju ári. f eignaskrá Hólastóls frá 1396 segir um skipaeign
staðarins: „Ferja og karfi, hvorttveggja vont, með bátum. Drangeyjar-
72 Sturlunga saga II, Þórðar saga kakala, bls. 56.
73 Sturlunga saga I, Guðmundar saga dýra, bls. 169. — Sjá enn fremur: Helgi Þor-
láksson, Vaðmál og verðlag, bls. 33.
74 Sbr. íslenzkfornrit. Biskupa sögur III, Lárentíus saga.
75 Sbr. Lbs.-Hbs. Jón Ámi Friðjónsson, Hafnir Hólastóls, bls. 62-63.
76 lslandskc Annaler indtil 1578. Udgivne ved dr. Gustaf Storm (Ósló, 1977), bls.
426.