Saga - 2005, Side 66
64
JÓN ÁRNI FRIÐJÓNSSON
far, akker ii og reiði með skipunum."77 Farmaskipin eru greinilega
það stór að það fylgja þeim sérstakir léttbátar en Drangeyjarfarið
hefur verið minna því að það varð að vera hægt að draga á land á
Drangeyjarfjöru.
í ráðsmannsreikningum stólsins árið 1387 segir: „Kom norðan í
haust í karfanum xvi vættir og xx smjörs í leigur", þ.e. úr Eyjafirði,
samkvæmt skagfirskri málvenju. Þá bæta reikningarnir við að „á
ferjunni", öðru farmaskipi stólsins, hafi komið hundrað í hafnar-
voðum.78 Það hefur ekki verið auðveldur starfi á haustin að sækja
vetrarforða staðarins sjóleiðina norður fyrir Tröllaskaga. Á síðari
öldum fóru slíkir flutningar fram með hestum og skreiðarlestir
biskupsstóls voru m.a. sendar í verstöðvarnar vestanlands. Hin
mikla stórskipaeign Norðlendinga um miðja 13. öld gefur þannig
vísbendingu um það í hversu góðar þarfir hefur komið sá innflutn-
ingur á ódýrum skeifum sem hófst eftir 1400.
Skeifnasmíði
Skeifnasmíði var mikilvægur þáttur í íslenskri járnsmíði á síðari
öldum og í fljótu bragði virðist mega ganga að því sem gefnu að ís-
lendingar hafi frá öndverðu smíðað hestjárn úr innlendu járni.79 En
það er erfitt að meta hversu algeng sú iðja hefur verið á miðöldum.
Þorkell Jóhannesson áætlaði járnnotkun samfélagsins um 40-45
tonn á ári og taldi að þeirri þörf hefði að mestu eða öllu verið full-
nægt með innlendri framleiðslu fram á 15. öld.80 Mjög er óljóst
hversu mikil járngerð íslendinga var á miðöldum en bent hefur ver-
ið á stóra gjallhauga sem vísbendingar um að hún hafi verið tals-
vert umfangsmikil.81 Þórarinn Þórarinsson færði m.a. rök að því að
mikill gjallhaugur á Eiðum, svonefndur Smiðjuhóll, gæti samsvar-
að 500-1500 tonna framleiðslu á járni. Lausleg athugun hans benti
77 DIIII, bls. 614.
78 DIIII, bls. 406-407.
79 Sbr. Þór Magnússon, „Málmsmíðar. Gripir til gagns og prýði", Hlutavelta tím-
ans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Ritstj. Ámi Bjömsson og Hrefna Róberts-
dóttir (Reykjavík, 2004), bls. 302-312.
80 Þorkell Jóhannesson, „Járngerð", Lýöir og landshagir I (Reykjavík, 1965), bls.
138-154.
81 Kristján Eldjám, „Blástursjárn frá Mýnesi", Árbók hins íslenzka fornleifafélags
1975 (1976), bls. 103-105. Þórarinn Þórarinsson, „ísams meiður á Eiðum",
Múlaping 10. Rit Sögufélags Austurlands (1980), bls. 31-55.