Saga - 2005, Síða 67
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
65
til að haugurinn væri ekki yngri en frá 15. öld.82 Eitthvað af öllu
þessu járni hlýtur að hafa farið í ísbrodda og jafnvel skeifur en þó
er rétt að hafa í huga að á 13. öld virðast höfðingjar enn að mestu
hafa riðið ójámuðu að sumrinu. Má því a.m.k. ætla að löngum hafi
þótt brýnna að gera „íshöggsskó" til vetrarferða en „aurskó" til
sumarferða.
Hagkvæmni þess að smíða skeifur úr innlendu jámi hlýtur að
hafa verið nokkurt álitamál þegar litið er til kostnaðar við að herða
það; gott smíðajárn var dýrmætt og skeifur úr deigu efni endast
ekki vel. Grágás verðleggur vætt blástursjárns á fimm aura en vætt
fellujárns á sex aura vaðmáls, en ekki er gott að segja hversu vel það
hefur enst.83 Kannski hefur þurft að herða það verulega til að það
væri nothæft í skeifur. Nokkur skeifubrot, hugsanlega hestskónagl-
ar og ein heilleg skeifa hafa fundist á svonefndum Þuríðarstöðum í
Þórsmörk en aldur verður ekki ákvarðaður nákvæmlega. Sú byggð
hefur a.m.k. staðið fram á 12. eða 13. öld. Bæjarstæði virðast hafa
verið tvö og smiðjur hugsanlega tvær og verður að teljast líklegt að
þar hafi m.a. verið fengist við skeifnasmíði. Þarna hafa líka fundist
ummerki um rauðablástur en Markarfljót hefur nú eytt jarðvegi
þaðan sem hugsanlega hefði mátt fá rauða til járnvinnslu.84 Þarna
gætu hafa verið smíðaðar skeifur úr heimafengnu járni.
Jámvinnsla með rauðablæstri var stunduð alls staðar á Norður-
löndum þó að aðstaða hafi verið misgóð eftir því hversu mikinn
eldivið var að hafa.85 En á 13. og 14. öld ruddu nýjar aðferðir sér til
rúms í Svíþjóð, einkum þróaðar í Þýskalandi, og útflutningur á
járni fór vaxandi. í hinum alþjóðlegu viðskiptum með jám í Norð-
ur-Evrópu varð til stöðluð eining: „ásmundur", járnbútur af tiltekn-
um gæðum sem vó mörk, þ.e. um 230-250 g.86 Merkurásmundur
kostaði hér alin vaðmáls.87 Um 1500 er talið að hefðbundinn rauða-
hlástur sé af lagður í Noregi og virðist það haldast í hendur við
endalok íslenskrar járnvinnslu, hin gamla aðferð stóðst ekki sam-
82 Þórarinn Þórarinsson, „ísams meiður á Eiðum", bls. 46.
83 Grágás, bls. 476.
84 Guðrún Sveinbjarnardóttir, „Byggðaleifar á Þórsmörk", Árbók Hitts íslcnzkn
fornleifafélags 1982 (1983), bls. 20-56, sjá sérstaklega bls. 43-51.
85 Kjell Kumlien, Axel Steensberg, T. Dannevig Hauge, „Jámframstállning",
KLNM 7, 53-58.
86 David Hannerberg, „Osmundsjám", „Osmundsvikt", KLNM 13,43—48.
87 Búalög um verðlag og allskonar venjur í viðskiptum og búskap á íslandi. Sögurit
XIII, 1-3. (Reykjavík, 1915-1933), bls. 43.