Saga - 2005, Page 68
66
JÓN ÁRNI FRIÐJÓNSSON
keppnina, enda hafa skógar hér þá farið þverrandi og brýnni þörf á
að nota kolin til smíða en rauðablásturs. En ef marka má Búalög88
hefur skeifnasmíði verið talsvert iðkuð á 15. og 16. öld, væntanlega
úr innfluttu efni.
Búalög verðleggja venjulegar sumarskeifur þannig: „Tíu álnum
eru nýjar skeifur úr einum merkurásmundi gjör hver fyrir sig með
20 nöglum."89 Þetta merkir að hver skeifa er gerð úr um 230-250 g
ásmundi og henni fylgja fimm naglar. Það er ekki ósvipuð þyngd
og á nútímaskeifum en nú eru oftast notaðir sex naglar, hóffjaðrir. I
Hrappseyjarútgáfu Búalaga frá 1775 er sama klausa en verðið helm-
ingi lægra, fimm álnir, og orðalag stytt, orðin „hver fyrir sig" falla
brott.90 Af þeim sökum ályktuðu Þórður Tómasson og Guðmundur
Jónsson, sem skrifað hafa um járningar á íslandi,91 að allur gangur-
inn hefði verið smíðaður úr einum ásmundi en það fær ekki staðist.
í Búalögum segir: „Fimm álnir kemur á að gjöra sláttuljái eður
aurskó eður annað slíkt búsmíði og fái sá til er smíðar kolin og
smiðjuna og aðstöðuna."92 Hér er gert ráð fyrir að kaupandi leggi
til efnið en ef smiðurinn leggur aðeins fram vinnuna kostar verkið
fjórar álnir; það eru u.þ.b. daglaun smiðs fyrir utan fæði.93 Virðist
hafa verið algengt að sérstakir smiðir hafi farið um sveitir og tekið
að sér „búsmíði". Hinum ýmsu textum Búalaga ber saman um að
það kosti fjórar álnir að smíða aurskó en eyri eða átta álnir að smíða
íshöggsskó og ber væntanlega að skilja sem svo að það hafi verið
talið tveggja daga verk.94 Þetta bendir til að efni hafi ekki alltaf ver-
88 Búalög eru verðlagsskrár sem hafa varðveist £ mismunandi handritsgerðum
frá 15. og 16. öld og eru í útgáfum tölusett með rómverskum tölum: I er talið
frá um 1460. II er ritað af Gottskálk í Glaumbæ um miðja 16. öld en III er frá
miðri 15. öld. Athuganir Helga Þorlákssonar hafa þó sýnt að því fari fjarri að
varðveislu og tengslum handritsgerðanna hafi verið gerð viðhlítandi skil í
þeim útgáfum sem fyrir liggja. Sjá Helgi Þorláksson, Vaðmál og vcrðlag. Fylgi-
skjal um Búalög.
89 Búalög (1915-1933), bls. 37. — Sbr. Búalög verölag á íslandi á 12.-19. öld. Amór
Sigurjónsson sá um útgáfuna (Reykjavík, 1966), bls. 20.
90 Búalög (1966), bls. 48.
91 Þórður Tómasson, „Um skeifur og skeifnasmíði", Minjar og menntir. Afmælis-
rit helgað Kristjáni Eldjárn (Reykjavík, 1976), bls. 519-532. Sjá bls. 520. — Guð-
mundur Jónsson, „Úr sögu jáminga á íslandi", bls. 190-191.
92 Búalög (1915-1933), bls. 9.
93 Búalög (1915-1933), bls. 37.
94 Búalög (1915-1933), bls. 19, 29.