Saga - 2005, Síða 69
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
67
ið gott og má vera að hér sé miðað við innlent járn sem þurfti að
byrja á að herða.
Efniskostnaður er svipaður vinnulaunum í verði á tilbúnum
skeifum. í Búalögum segir m.a. að þriggja marka aurjárn með
saumi megi fá fyrir eyri, þ.e. átta álnir, en það hafa verið fremur
þunnar skeifur. En um dýrustu gerðina segir þar: „sex marka ís-
höggs járn stælt og saumgad(d)ar með fyrir xx álnir."95 Saumgadd-
ar gætu verið naglar með broddum, svipaðir því sem á síðari tím-
um voru kallaðir broddfjaðrir. Sex marka skaflaskeifur vega um eitt
og hálft kg, væntanlega með nöglum. Þetta hafa greinilega verið
vandaðir gripir en talsvert dýrir, kostað ærverð. Hér kemur einnig
fram að tíu hestskónaglar kosta alin.
Allt hnígur þetta þó að hinni sömu meginniðurstöðu: verð á
heimasmíðuðum skeifum, sem væntanlega voru þá oftast smíðað-
ar úr innfluttu ásmundarjárni, hefur tæplega verið við hæfi kot-
unga á 15. og 16. öld. En hvað um innfluttar skeifur?
Skeifnainnflutningur hefst
íslendingar hafa fyrst kynnst skeifum sem innfluttum munaðar-
varningi en sigling Norðmanna var stopul á 14. öld. Hún beindist
að fáum höfnum og mörg ár komu engin skip. Þó að hin norsku
skip hafi farið stækkandi virðast þau hafa verið tæknilega frum-
stæð og fornfáleg að búnaði. í byrjun 15. aldar fóru Englendingar
að sigla hingað á skipum sem voru miklu fullkomnari og betur
búin að seglum og sjóhæfni.96 Þeir notfærðu sér áttavita og lögðu
að landi þar sem þeim hentaði; fleyttu skipum sínum ekki á grynn-
ingar til vetrarlægis heldur komu og fóru á hvaða tíma sem var og
lögðu bæði stund á verslun og veiðar. Á 15. öld hafa hlutir á borð
við skeifur orðið algeng verslunarvara þegar ensk skip voru farin
að sigla inn á hvað vík sem var og það hlýtur í rauninni að hafa or-
sakað hreina samgöngubyltingu.
Björn Þorsteinsson sagði að Englendingar hefðu meðal ýmissa
gagnlegra hluta flutt inn „þúsundir af skeifum",97 og miðað við
95 Búalög (1915-1933), bls. 30.
96 Sbr. Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir, „Norska öldin", Saga ís-
lands IV (Reykjavík, 1989), bls. 160-180 og „Enska öldin", Saga íslands V
(Reykjavík, 1990), bls. 13-32. — Lbs.-Hbs. Jón Ámi Friðjónsson, Hafnir Hóla-
stóls, bls. 67-79.
97 Bjöm Þorsteinsson, fslensk miðaldasaga (Reykjavík, 1978), bls. 309.