Saga - 2005, Page 71
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
69
og landeigenda við sjávarsíðuna og hinna sem bjuggu inn til sveita
og höfðu lítil tök á að kaupa innfluttar vörur fyrir fisk; þeir hafa lík-
lega lengi orðið að láta sér nægja að ríða illa jámuðu. í kaupsetningu
Ara í Ögri frá 1615 voru „fjórar skeifur með nöglum uppá fjórð-
ung."103 Fjórðungur var um fimm kg þannig að skeifnaverð er hér í
nokkm samræmi við verð á kaupstaðarskeifum á miðöldum, hefur
þó hækkað nokkuð. Samkvæmt Búalögum hafa innlendar heima-
smíðaðar skeifur eftir sem áður verið ferfalt dýrari, en þær innfluttu.
Helgi Þorláksson lýsir þeim umskiptum er urðu með siglingu
Englendinga á 15. öld sem svo að þá hafi lokið þeim sjálfsþurftar-
búskap sem einkenndi að miklu leyti lifnaðarhætti íslendinga á 14.
öld. Þannig hafi Englendingar m.a. hafið innflutning á jámi og salti
sem hafi leitt til þess að innlend framleiðsla á slíku lagðist af. Sam-
keppni Englendinga og Þjóðverja hafi síðan tryggt hagstæð versl-
unarkjör og verðlag er komið var fram á 16. öld.104 Þetta hlýtur
einnig að hafa átt við um skeifur og efni til skeifnasmíði og hlýtur
að hafa bætt stórlega samgönguaðstæður þó að gera verði ráð fyrir
að þeim gæðum hafi verið nokkuð misskipt.
Sveinaöld
Sumir báru silki og skrúð,
sópuðu allt úr kaupmanns búð,
en aðrir gengu á hákarls húð
og héldu á beining sinni;
eldurinn undan hófum hraut
þá hofmannsfólkið reið á braut
og mál er að linni.105
Þessi svipmynd úr íslenskum kaupstað er frá síðari hluta 16. aldar
og sá sem talar er Sigfús Guðmundsson, prestur á Stað í Köldukinn.
Þetta er erindi úr lengra kvæði með heimsádeilusniði og teflir fram
sláandi andstæðum: hér standa beiningamenn á roðskóm og horfa
103 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á íslandi 1602-1787 (Reykjavík, 1971), bls.
367.
104 Helgi Þorláksson, „Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds", Saga íslands VI (Reykjavík,
2003), bls. 37-38.
105 „Eitt kvæði um það hvörsu að lukkan misfellur mannkindunum" var birt í
Vísnabókinni frá 1612 (Hólum, 1612), bls. 212-213. — Sbr. einnig Pál Eggert
Ólason, Menn og menntir siöaskiptaaldarinnar á íslandi IV (Reykjavík, 1926),
bls. 533-541.