Saga - 2005, Page 73
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
71
Margt bendir til að á 15. öld hafi orðið nokkuð róstusamt á ís-
landi og ýmsir „skreiðarfurstar" komist til auðs og valda á undra-
skjótum tíma. Hin nýju viðskiptatengsl hafa líklega skapað svig-
rúm til mikillar auðsöfnunar og svo er að sjá sem valdsmönnum á
15. öld hafi sumum verið tamt að beita ofbeldi.107 Jón lærði kallaði
það „sveinaaldarár" er höfðingjar stunduðu það að ríða um með
sveinalið. Um Bjöm ríka og Ólöfu konu hans sagði Jón: „Hann hélt
altíð 18 reiðsveina týgjaða, en húsfrúin Óluf Loptsdóttir aðra 18
slíka."108 Það hefur vafalaust skipt miklu máli fyrir kappsfulla og
metnaðargjarna menn á borð við Guðmund ríka að geta ekki aðeins
keypt vopn af Englendingum heldur líka haft sveinalið sitt á járn-
uðum hestum. Raunar hlýtur það að vera forsenda þess að hægt sé
að tala um „reiðsveina", „sveinareið", „áreið" og þess háttar eins og
stundum var kvartað undan. Það er hægt að bjóða járnuðum hest-
um langtum harðari reið og meiri ferðahraða en ójárnuðum. Ekki
hefur það haft minni þýðingu fyrir höfðingja siðaskiptatímans. í
skrá um eignir dánarbús Daða í Snóksdal frá 1563-1564 eru m.a.
taldar 10 skaflaskeifur, sex hundruð hestskósnagla, — sem virðist
þó með nokkrum ólíkindum — og „nýjar skeifur undir xv
hesta."109 Hér er gerður greinarmunur á skaflaskeifum og öðrum
sem merkir að Daði og menn hans riðu járnuðum hestum að sumr-
inu. Á sama stað eru taldar sjö hakabyssur, þrír hálfhakar og þrjár
handbyssur, ásamt tveimur stálbogum. Það hefur líklega ekki verið
uppörvandi að standa á roðskóm og horfa á handhafa þessa búnað-
ar ríða með neistaflugi um sveitir.
Vaxandi landflutningar
Á miðöldum er svo að sjá sem farmaskip Hólastóls hafi jafnan siglt
milli verstöðva í Fljótum eða á Skaga og flutt sjávarfang inn í Kol-
beinsárós. Jón biskup Vilhjálmsson Craxton lagði mikla áherslu á
að safna útvegsjörðum en í veitingarbréfi hans fyrir Fljótaumboðs-
mann 1434 segir m.a. að hann skuli flytja landskuldir heim að Hól-
um en safna kúgildaleigum og skreið „til skemmu í Haganes eftir
107 Björn Þorsteinsson, íslcnsk miðaldasaga, bls. 314-319. — Sbr. enn fremur
Sverri Jakobsson, „Heimsókn hirðstjórans", Sagnir 14 (1993), bls. 47-53.
108 Jón Guðmundsson, „Um ættir og slekti", Safn til sögu íslands og íslenskra bók-
mennta III1 (Kaupmannahöfn, 1902), bls. 717.
109 DIXIV, bls. 224. Þetta er reyndar elsta dæmið á vef Orðabókar Háskólans um
„hestskónagla".