Saga - 2005, Page 74
72
JÓN ÁRNI FRIÐJÓNSSON
fomum vana og láta þar geyma."110 Þá var skeifnaöld hafin en óvíst
er hversu háttaði um strandsiglingar landsmanna og farmaskipaút-
gerð. Allar aðstæður til viðskipta voru hins vegar gjörbreyttar; Eng-
lendingar komu á miklu fleiri skipum til landsins, lögðu þeim á
fleiri hafnir og versluðu vafalaust miklu víðar en hinir norsku
kaupmenn höfðu gert. Þó að heimildir séu fátæklegar má álykta að
mjög hafi dregið úr þörfinni fyrir útgerð stórskipa til flutninga eins
og tíðkuðust á Norðurlandi á dögum Kolbeins unga.
Á tímabilinu 1449-1550 fjölgaði jarðeignum Hólastóls um yfir
90%. Jarðaumboðin voru þrjú á fyrri hluta 14. aldar en fjölgaði eftir
því sem góssið stækkaði og vom orðin sjö á 16. öld.* 111 Hér munaði
mestu um útvegsjarðir en skeifumar hljóta að hafa bætt mjög rekstr-
arskilyrðin; þær hafa t.d. gert skreiðarflutninga frá Urðaumboði að
nokkuð viðráðanlegu fyrirtæki. Urðaumboð var stofnað á fyrri hluta
16. aldar og kennt við Urðir í Svarfaðardal en miðdepill þess var ver-
stöðin á Böggvisstöðum, þar sem Dalvík er nú. Urðaumboðsmaður
tók m.a. við afgjaldi frá Miklagarðsumboði og sendi ásamt eigin af-
gjaldi um Heljardalsheiði til Hóla.112 Þó að ekki sé hægt að sanna að
lestaklárar biskupsstólsins hafi alltaf verið jámaðir er óhætt að full-
yrða að óvíða hefur skeifna verið meiri þörf en á þeirri leið.
Þegar komið er fram á 16. öld er líklegt að skreiðarflutningar á
hestum hafi verið orðnir alvanalegir. Innflutningur á ódýrum skeif-
um hefur væntanlega auðveldað gildum landeigendum og stofn-
unum á borð við Hólastól að draga saman eigin farmaskipaútgerð
og koma vöruflutningunum yfir á landseta sína. Hestlán er þekkt í
viðskiptum eða sem kvöð a.m.k. frá því á 16. öld. í reikningum
Gottskálks í Glaumbæ frá 1544 bregður hugtakinu „hestlán í lest"
fyrir, að því er virðist meðal útistandandi skulda.113 Á 17. öld var
svo komið að á landsetum Hólastóls hvíldi yfirleitt sú kvöð að
leggja til hest í skreiðarferð að haustinu, ýmist út á Skaga eða út í
Fljót. Af Jarðabók Árna og Páls virðist þó mega ráða að þessi kvöð sé
heldur á undanhaldi í byrjun 18. aldar.114
110 DIIV, bls. 547.
111 Lbs.-Hbs. Ólafur Ásgeirsson, Hólastóll, rekstur og efnahagur 1374-1594.
Cand.mag.-ritgerð við Háskóla íslands 1976, sjá bls. 5 og 170.
112 Lbs.-Hbs. Ólafur Ásgeirsson, Hólastóll, bls. 53.
113 DI XI, bls. 360.
114 Sbr. jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, IX bindi (Kaupmannahöfn,
1930/ljóspr. 1986), bls. 92-93, 226-227. Ennfremur: Lúðvík Kristjánsson, ís-
lenzkir sjávarhættir IV (Reykjavík, 1985), bls. 461.