Saga - 2005, Page 75
AF BEISLABÁTUM OG UNNARJÓUM
73
Lúðvík Kristjánsson fjallaði nokkuð um skreiðarflutninga lands-
nranna og byggði m.a. á hugmyndum Skúla Magnússonar þegar
hann ályktaði sem svo að til þeirra hefði þurft „eitthvað á þriðja
þúsund hesta og á þriðja hundrað lestamenn."115 Að auki gerði
hann ráð fyrir talsverðum sjóflutningum. Hér skal ekki lagður
dómur á þessar tölur, svo mikið er víst að hér var um mikla flutn-
inga að ræða en þeir voru árstíðabundnir. Það hefur verið mats-
atriði á hverju svæði hvernig hagkvæmast var að fást við þá. Hug-
leiðingar Lúðvíks um mikinn hrossafjölda sem hafi ekki verið til
neins gagns annars en að flytja skreið eru hins vegar vafasamar. Það
var einmitt til að Hólastóll þyrfti ekki að halda uppi óþarfa hrossa-
fjölda að landsetum var uppálagt að leggja til hesta í skreiðarferðir,
e.t.v. líka lestamenn, og þær hafa líklega að mestu átt sér stað á und-
an og eftir dæmigerðum heyskapartíma sumars.
Þó að gert sé ráð fyrir að landflutningar hafi þannig tekið við af
strandsiglingum miðalda hefur það vitaskuld verið nokkuð mis-
jafnt eftir landshlutum og aðstæðum hvað best hentaði. Vestlend-
ingar notuðu farmaskip mikið þó að það hafi síður hentað Norð-
lendingum en biskupsstóllinn hefur trúlega áfram þurft að reiða sig
nokkuð á sjóflutninga. í Sigurðarregistri 1550 segir svo um skipa-
kost Hólamanna við Kolbeinsárós: „tólfæringur alfær, sexæring-
ur."116 í skrá um ýmislegt lauslegt í eigu Skálholtsstaðar 1542 eru
m.a. taldar skeifur undir 12 hesta.117 í uppgjöri eftir fráfall Gissurar
biskups 1548 kemur fram að Skálholtsstóll átti skeifur undir 68
hesta.118 Ekki kemur fram að Hólastóll hafi átt skeifur í eignaskrá
frá desember 1550, en líklega er lítið byggjandi á því. Þá átti stóll-
inn a.m.k. 80 hross í ársbyrjun 1551.119
í Jarðabókinni 1709 segir m.a. um sjóflutninga Hólastóls: „Skips-
uppsátur stólsins fyrir farmaskip og flutninga er í Kolbeinsárósi
fyrir Viðvíkurlandi. Þar er og búðarstöð stólsins til að hirða stólsins
góss sem flutt verður á skipum."120 Um skipaeign er ekki getið en
hrossaeign hafði síst dregist saman, alls 110 gripir: „lxx hross og
hestar klyfbært, en xl folar og unghryssur."121 Að vetrinum var allt
115 Lúðvík Kristjánsson, íslenzkir sjávarhættir IV, bls. 457.
116 DI XI, bls. 854.
117 DIXI, bls. 135; — elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið skeifu.
118 Dl XI, bls. 624.
119 D1 XI, bls. 854, 871.
120 Jarðabók IX, bls. 218.
121 Jarðabók IX, bls. 217.