Saga - 2005, Side 85
SAGAN SEM SJÓNARHORN
83
þykja þessi áhrif vafasöm og hafa jafnvel „litið á póstmódernisma
°g póststrúktúralískar kenningar sem ógnun við sagnfræðina og
fræðilegan grundvöll hennar".4 Þeir sem aðhyllast hefðbundnari
sagnfræði hafa oft bent á, máli sínu til stuðnings, að fortíðin hafi
vissulega átt sér stað burtséð frá öllum textum, og telja heim-
ildarýni af þessu tagi ganga gegn því meginhlutverki sagnfræð-
ingsins að „grafa" upp sannleikann um fortíðina úr leifum og heim-
ildum um hana.5 Það er kannski ekki skrýtið þótt póstmódernism-
inn veki upp óþol hjá mörgum sagnfræðingum, enda er hann not-
aður sem regnhlífarhugtak yfir margvísleg viðhorf sem ganga gegn
hefðbundnum hugmyndum um heildstæðni. Reyndar hefur sagn-
fræðingurinn Keith Jenkins haldið því fram að varla verði hægt að
bjarga sögunni frá afbyggingunni enda sé vafasamt að slíkt sé æski-
legt. Afmiðjun mannkynssögunnar geti hins vegar dregið fram
margt það sem þaggað hefur verið niður í fortíðinni. Hann telur
ingarmiðju væri til dæmis vitneskja um fullkomlega guðlausan heim ekki til
staðar sem myndi eðli málsins samkvæmt takmarka skoðanaskipti um efnið.
Derrida telur að þegar farið var að hugsa um formgerðareðli formgerðarinnar
hafi orðið visst rof eða enduruppbrot í sögu formgerðarhugtaksins (s.s. með
kenningum Nietzsches, Freuds og Heideggers). Afleiðingin er sú að formgerð-
in hefur afmiðjast og með þvf hefur merkingin breyst í frjálsan, ósögulegan leik
tákna sem tekið hefur við af miðjunni í fjarveru hennar. Þessi sýn gengur þvert
á allar algildishugmyndir og um leið fylgir henni mikil spenna í garð mann-
kynssögunnar, enda hefur hún stuðst við heimspeki nálægðarinnar og sann-
leikshefðarinnar (sbr. Jacques Derrida, „Formgerð, tákn og leikur í orðræðu
mannvísindanna," Spor í bókmenntafræði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Foucault. Rit-
stj. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir (Reykjavik,
1991), bls. 129-152. Sjá einnig Christopher Norris, Deconstruction. Theory and
Practice (London og New York, 1996). Umrædd grein Derrida er einn af þeim
kanónutextum sem hvað oftast eru notaðir í þau yfirlits- og skýringarrit þar
sem þessi fræði eru til umræðu og þess vegna er hún notuð hér. í viðtökufræði-
legum skilningi er hún líklega hans helsti texti um efnið. Reyndar hefur
Derrida, líkt og margir talsmerm póststrúktúralismans, sýnt fram á haldleysi
algildisins, afbyggt hefðbundin gildi og síðan endurbyggt þau í formi nýrra
viðmiða. Og trúlega má líta á sum síðari tíma skrif hans sem viðbrögð við þeirri
gagnrýni sem hann hefur fengið sem öfgafullur afstæðissinni.
4 Davíð Ólafsson, „Fræðin minni. Einsaga, póstmódemismi og íslensk sagn-
fræði", bls. 77.
5 Viðhorf í þessa veru má merkja í eftirfarandi grein Lofts Guttormssonar þar
sem hann gagnrýnir einsögukenningar Sigurðar Gylfa Magnússonar, „Smátt
og stórt í sagnfræði: Athugasemdir í tilefni af einsöguskrifum Sigurðar Gylfa
Magnússonar sagnfræðings," Skírnir 175 (haust 2001), bls. 452-471.