Saga - 2005, Page 87
SAGAN SEM SJÓNARHORN
85
Það er óhætt að segja að margir íslenskir sagnfræðingar séu
Weðvitaðir um hversu stórt hlutverk val viðfangsefnis og heimilda,
svo ekki sé minnst á túlkun þeirra, skipar í fræðilegri nálgun hverr-
ar rannsóknar. Sagnfræði snýst þannig alltaf um að nota vissar
heimildir en hafna öðrum í þeim tilgangi að varpa tilteknu ljósi á
viðfangsefnið. Raunar verður það augljóst hverjum þeim sem
kynnir sér það mikla heimildamagn sem til er um atburði undan-
farinna 100-200 ára hversu mikið val hefur farið fram áður en sér-
hver atburður og þýðing hans hefur ratað í og fest sig í sessi innan
hefðbundinnar og viðurkenndrar sagnfræði, og það hlýtur að leiða
til einnar grundvallarspurningar: Af hverju verður einhver tiltek-
inn atburður að þekktri sögulegri staðreynd á meðan ekki er svo
mikið sem minnst á ótalmargt annað sem hefur samt vissulega átt
sér stað? Þó að flestir sagnfræðingar séu líklega meðvitaðir um
framangreint val þá virðist mér að oftast hafi þeir sneitt fram hjá
því greiningarhugtaki sem skiptir miklu máli í þessu sambandi,
það er viðtökuhugtakinu.
Þeir sem ástunda bókmenntasögu hafa yfirleitt haft áhuga á rit-
höfundum, lesendum og viðtökum á skáldskap. En þó að viðtöku-
fræðin eigi augljóst erindi innan bókmenntasögunnar á hún þá
endilega eitthvert erindi innan annarra undirgreina sagnfræðinnar
þar sem beinlínis er verið að fjalla um veruleikann (s.s. sögu at-
burða, samfélags, stofnana, hugarfars, hugmynda, hversdags, ein-
staklinga o.s.frv.)? Ég held því fram að svo sé. Sem kenning innan
hugvísinda á viðtökufræðin (reception theory / reader response criti-
cism) uppruna sinn innan bókmenntafræðinnar en hefur með tím-
anum haft nokkur áhrif á aðrar greinar, til dæmis á sagnfræðina. í
grófum dráttum má segja að viðtökufræðin gangi út frá því að
merking texta ráðist ekki síður af viðtökum hans en honum sjálf-
um, enda getur enginn texti sagt sögu til fullnustu og lesandinn
þarf alltaf að fylla í eyðurnar með eigin þekkingu í viðleitni sinni til
að ná utan um merkingu hans. Með því færist áherslan frá textan-
um og þeirri merkingu sem höfundur textans lagði í hann yfir á les-
andann sjálfan og þau áhrif sem móta viðtökur hans, svo sem ýmsa
áhrifavalda í lífi hans, og þar með það samfélag sem hann lifir og
hrærist í. Lesanda-/viðtakandahugtakið skírskotar þannig ekki að-
einum tíma til annars. Ég vil 1 þessu sambandi benda á grein mína: „Um „stað-
reyndir" og skáldskap í merkingarheimi kristnitökunnar. Valin brot af viðtök-
um kristnitökusögunnar á 20. öld," Sagnir 21 (2000), bls. 80-89.