Saga - 2005, Page 90
88
JÓSEF GUNNAR SIGÞÓRSSON
staðar í minninu án þess að hann sé endilega alltaf meðvitaður um
það og þegar hartn les eitthvað síðar með svipaðri byggingu getur
tengslamyndun minnisins borið kennsl á atburðarásina þannig að les-
andinn sér hið ólesna fyrir. Það má segja að við lesturinn stofni við-
takandinn til undirliggjandi tengsla eða samræðna milli fortíðar, nú-
tíðar og framtíðar þar sem hráefnið liggur í textanum en framleiðslan
í huga og reynsluheimi lesandans.12 Þess vegna upplifir lesandirtn oft,
meðan á lestri stendur, að atburðarásin sé raunveruleg og tengist hans
eigin veruleika jafnvel þótt slíkt sé langt því frá tilfellið.13
Iser telur að lestur bókmennta skapi alltaf gagnvirkni á milli
verks og viðtakanda og því sé ekki æskilegt að skilja þar á milli í
rannsóknum á merkingu verksins. Það getur enginn texti sagt
neina sögu algjörlega til hlítar og í honum eru alltaf einhverjar eyð-
ur (gaps) sem lesandinn þarf að fylla í með skynheild sinni. Að sama
skapi getur enginn einn lestur fyllt upp í alla þá túlkunarmöguleika
sem sérhver texti býður upp á og þannig fyllir hver og einn lesandi
upp í eyðumar með sínu persónulega vali. Iser gerir í þessum skiln-
ingi greinarmun á módemískum (modern)14 textum og hefðbundn-
um (traditional)15 og telur að eyður og rof séu mun meira áberandi
12 Ég er þeirrar skoðunar að aðeins sé stigs- en ekki eðlismunur á bókmennta-
og sagnfræðitextum og þess vegna tel ég að það sama eigi við um viðtökur á
sagnfræðitengdu efni. Þetta er í samræmi við það sem Iser heldur fram, a.m.k.
í síðari tíma skrifum sínum, eins og komið verður irm á hér á eftir.
13 Wolfgang Iser, „The reading process: a phenomenological approach," Modern
Criticism and Theory. A Reader. Ritstj. David Lodge (London oe New York,
1994), bls. 212-215.
14 Módemískir textar í þessum skilningi væru t.d. verk á borð við Tómas Jónsson,
metsölubók (Reykjavík, 1966) eftir Guðberg Bergsson og skáldsögur Thors Vil-
hjálmssonar, Fljótt fljótt sagði fuglinn (Reykjavík, 1968) og Óp bjöllunnar
(Reykjavík, 1970).
15 Með hefðbundnum textum er átt við bókmenntir/sagnfræði þar sem frá-
sagnarmáti er tiltölulega skýr (raunsæislegur) og oftast í réttri tímaröð. Bæði
rómantískar bókmenntir og raunsæislegar myndu að stærstum hluta falla
undir þessa skilgreiningu. Það sama má segja um flesta hefðbundna sagn-
fræði, s.s. ævisögur og stjómmála- og yfirlitssögu. Raunar myndi meirihluti
þeirra bóka sem gefinn er út á íslandi nú á dögum flokkast undir hefðbundna
texta samkvæmt skilgreiningu Isers. Ofangreind aðgreining er langt því frá
bundin við ákveðin tímaskeið. Um það er skáldsagan Tristram Shandy
(1760-1761) eftir enska sveitaprestinn Laurence Steme (1713-1768) hvað
skýrasta dæmið. Hin módemíska framsetning og frásagnarmáti bókarinnar
er svo sláandi að hver einasti módemískur rithöfundur á 20. öld gæti verið
fullsæmdur af.