Saga - 2005, Page 92
90
JÓSEF GUNNAR SIGÞÓRSSON
reynslu, og í öðru lagi á afleiðingu þess þegar textinn umbreytist í
hliðstæðu við lifandi atburð. Þetta leiðir til þess að lífið sjálft, eða
öllu heldur hugmyndir lesandans um það, hlýtur að hafa áhrif á
niðurstöðu hans og þá merkingu sem hann leggur í verkið.17
Raunar passar sagnfræðingurinn sjálfur vel í hlutverk viðtak-
andans/lesandans í framangreindu módeli Isers, en hann er á sama
tíma í hlutverki textahöfundar og býr til verk sem lesandinn tekur
við og umbreytir út frá eigin hugmyndum og reynsluheimi. Þannig
birtast hinir tveir merkingarmyndandi pólar skýrt í vinnu sagn-
fræðingsins og víst er að fæstir lesendur skilja eftir sig jafn sýnileg-
ar heimildir um eigin viðtökur og sagnfræðingurinn gerir. Hann er
sá „lesandi" sem á grundvelli menntunar sinnar, hagsmuna, gildis-
mats og tækifæra fæst við tiltekið umfjöllunarefni, og eftir að hafa
metið út frá einhverjum forsendum fyrirliggjandi heimildir um það
velur hann þær sem honum þykja bitastæðastar. Til að ná fram
þeirri heild sem hann leitast við að skapa í fræðimennsku sinni þarf
hann að brúa eyður og rof á ýmsum sviðum: Hann er í gagnvirku
sambandi við heimildir sínar og með því að velja sumar og hafna
öðrum leitast hartn við að búa til einhvers konar merkingarheild
eða, ef hann skrifar með afbyggjandi hætti, að vinna gegn viðtekn-
um hugmyndum og söguskilningi. Sagnfræðingurinn þarf að nýta
sér þekkt merkingarmynstur úr veruleika samtíðarinnar sem hann
setur svo í félags-, menningar- og sögulegt samhengi í því skyni að
ná til viðtakenda sinna. í þessu ferli kemur auðvitað skynheild
sagnfræðingsins mjög við sögu, og þar með gildismat, ásamt vænt-
ingum til viðfangsefnis og eigin niðurstaðna. Það má jafnvel segja
að fræðimaðurinn velji sér oft viðfangsefni út frá rofi eða eyðu í við-
urkenndum hugmyndum um atburði/tímabil með það í huga að
fylla upp í myndina með nýjum „staðreyndum", þótt vissulega
upplýsi sumir þeirra viðtakendur sína meðvitað um þær eyður sem
alltaf hljóti að vera til staðar í sagnfræðilegum athugunum. En það
má auðvitað ekki gleymast að jafnvel þótt sagnfræðingurinn leitist
við að byggja ákveðna merkingu inn í textann fyrir viðtakandann
þá er alls engin vissa fyrir því að niðurstaða lesandans verði henni
samhljóða, því að sú merking er aðeins einn kosturinn af mörgum.
Það er fjarvera þess sem verið er að lýsa/greina (þ.e. fortíðarinnar)
sem knýr lestur viðtakandans áfram og það er hann sem endur-
17 Wolfgang Iser, „The reading process: a phenomenological approach," bls.
212-228; einkum 216-218, 222-224.