Saga - 2005, Page 94
92
JÓSEF GUNNAR SIGÞÓRSSON
Iser gefur víða óbeint til kynna að viðtökufræði hans sé að miklu
leyti hafin yfir eða liggi til hliðar við hefðbundna hugmyndafræði
því að hægt sé að koma nánast hvaða heimssýn sem er fyrir í miðju
hennar. Jafnframt grefur hin viðtökufræðilega sýn hans á sagnfræð-
ina undan hugmyndinni um sagnfræðinginn sem handverksmann
er leitast við að raða saman leifum fortíðar í viðleitni sinni til að sýna
fólki fortíðina eins og hún raunverulega var. Og fyrirbærafræðilegt
líkan hans rúmar ekki heildstæðar skýringar á sögulegum veru-
leika. í textalegum sagnfræðirannsóknum myndi þetta beina sjónar-
hominu frá þeim meintu atburðum fortíðar sem til umfjöllunar eru
hverju sinni yfir á þann eða þá (sem textaleg fyrirbæri) sem skildu
eftir sig heimildirnar um fortíðina og á þær kringumstæður sem þær
urðu til við. Sú nálgunarleið gæti ábyggilega varpað nýju ljósi á
mörg viðfangsefni. Þetta skilur þó auðvitað persónu heimildarhöf-
undar og ætlanir hans eftir úti í kuldanum, nema sem hluta af bygg-
ingu textans og skynheildar lesandans/sagnfræðingsins (þ.e. sem
hugmyndir hans um heimildarhöfund).
Með þessu er ég ekki að gefa í skyn að hefðbundin sagnfræðileg
heimildarýni líti alveg fram hjá framangreindum þáttum, enda
myndu margir sagnfræðingar geta tekið undir að sagnfræði snúist
meira og minna um túlkanir, sem gerir að verkum að í heimildarýn-
inni liggur alltaf ákveðin afstæðishyggja. Þó eru ennþá ótrúlega marg-
ir sagnfræðingar og sagnaritarar fastir í neti algildis, pósitívisma og
„staðreynda". Umræðan um túlkunarfræði innan sagnfræðinnar
mætti vera kröftugri og stundum væri freistandi að álykta að innan
greinarinnar sé þegjandi samkomulag um að halda ekki á loft þeirri
„óvissu" sem hugtök á borð við túlkun og afstæðishyggja geta skap-
að.19 Það er ljóst að einhverjum sagnfræðingum kann að finnast vafa-
19 Einsöguhugmyndir Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings samhliða
gagnrýni hans á íslenska sagnfræði (s.s. á aðferðafræði íslenskra yfirlitsrita)
hafa raunar getið af sér frjóa umræðu á undanfömum ámm um þessi viðhorf
innan greinarinnar; sjá t.d. eftirfarandi geinar hans: „Einvæðing sögunnar,"
Molar og mygla, bls. 100-141; „Fanggæsla vanans: Til vamar sagnfræði (fyrri
grein)," Skírnir 176 (haust 2002), bls. 371^100; „Að stíga tvisvar í sama straum-
inn: Til varnar sagnfræði (síðari grein)," Skírnir Y77 (vor 2003), bls. 127-158;
„Aðferð í uppnámi. Tuttugasta öldin vegin," Saga XL:1 (2003), bls. 15-54). Sá
sem hvað harðast hefur andmælt Sigurði Gylfa er Loftur Guttormsson sagn-
fræðingur, sbr. grein hans „Smátt og stórt í sagnfræði." Einnig hafa sagnfræð-
ingamir Erla Hulda Halldórsdóttir, Guðmundur Jónsson, Gunnar Karlsson,
Halldór Bjarnason, Helgi Þorláksson, Lára Magnúsardóttir og Ólafur Rastrick