Saga - 2005, Side 95
SAGAN SEM SJÓNARHORN
93
samt að notfæra sér kenningar Isers til sagnfræðilegrar iðkunar, en ég
tel að þær geti að minnsta kosti hentað sumum þeirra ágætlega til að
skerpa og átta sig betur á eigin stöðu í „hafsjó" heimildanna.
Áhrifavald túlkunarsamfélaga:
Um viðtökukenningar Stanleys Fish
Bandaríkjamaðurinn Stanley Fish fæddist árið 1938 í Providence,
Rhode Island, en ólst upp í Fíladelfíu. Hann er ásamt Wolfgang Iser
einhver þekktasti kenningasmiðurinn á sviði viðtökufræði og þyk-
ir bæði mikilvirkur og umdeildur fræðimaður. Árið 1986 var hann
skipaður prófessor í lögfræði við Duke-háskólann jafnframt því að
vera þar forseti enskudeildarinnar. Grundvallarrit hans á sviði við-
tökufræðinnar er Is There a Text in This Class? The Authority oflnter-
pretive Communities (1980), sem ég mun að mestu styðjast við hér. í
seinni tíð hefur Fish snúið sér meira að því að tengja kenningar sín-
ar við aðrar greinar hugvísinda, svo sem félagsfræði, stjórnmála-
fræði og lögfræði. Einnig hefur svokölluð nýsöguhyggja (new his-
toricism) sótt í kenningar hans.20
Þó að viðtökufræði Fish (reader-response ciriticism) sé í póst-
strúktúralískum anda þá gerir hann skýran greinarmun á kenning-
um sínum og annarra póststrúktúralista og reynir meðvitað að að-
greina sig frá þeim.21 Hann telur að afneitun þeirra (s.s. Derrida) á
brugðist við skrifum Sigurðar Gylfa og hafa um leið, rétt eins og Loftur, varp-
að skýrari ljósi á hvar þau standa sjálf kenningarlega innan fræðanna; sjá mál-
stofu um kosti og ókosti yfirlitsrita í: Saga XLII:1 (2004), bls. 131-175, og eftir-
farandi grein Gunnars Karlssonar, „Ég iðrast einskis. Um siðferði í sagnfræði
og einokun einsögunnar," Saga XLI:2 (2003), bls.127-151.
20 Sjá t.d. „Critical theory: Stanley Fish": http://www.bedfordstmartins.-
com/litlinks/critical/fish.htm (8/5 2003). Varðandi síðari tíma skrif Fish
mætti benda á eftirfarandi rit hans: Doing What Comes Naturally. Change,
Rhetoric and the Practice of Theory in Literary and Legal Studies (Oxford, 1989);
Professional Correctness. Literary Studies and Political Change (Oxford, 1995).
21 Flestir kanónutextar póststrúktúralismans, er ratað hafa inn í yfirlitsrit og
verið notaðir sem dæmi um „inntak" hans, eiga það sameiginlegt að vera
sundrandi og afbyggjandi í garð hefðbundinna hugvísinda og algildishug-
mynda, eins og aðeins hefur verið komið inn á hér að framan, og viðtökur á
þeim einkenndust oft af því að þeir væru beinlínis hættulegir. Flestir eru þeir
ritaðir á síðari hluta sjöunda áratugar 20. aldar og höfundar þeirra hafa síðan
glímt við hinn póstmóderníska veruleika og leitast við að skapa sér nýjar for-