Saga - 2005, Page 105
SAGAN SEM SJÓNARHORN
103
með í höndunum og hefur jafnframt áhrif á hvernig hann les það.
Það er til dæmis líklegt að verk Halldórs Laxness séu lesin með
öðru hugarfari en rit eftir fullkomlega óþekkta höfunda, hvort sem
lesandinn gerir sér grein fyrir því eður ei. Höfimdarheiti sem hefur
merkingu fyrir viðkomandi lesendur veitir þannig vissa öryggistil-
finningu á meðan ögrandi textar óþekk(t)ra höfunda geta framkall-
að öryggisleysi hjá viðtakendum þeirra. Það sama má segja um rit
á sagnfræðilegum nótum, en þau hafa þó í gegnum tíðina búið við
vissa mótsögn með tilliti til höfundarhugtaksins: Þegar fjallað er
um atburði sem gerst hafa í fortíðinni þá hefur skipt máli að fólk
trúi að verið sé að fjalla um það sem raunverulega gerðist og þá
hljómar illa að hampa einhverjum sem „höfundum fortíðarinnar".
Það er kannski þess vegna sem sumir sagnfræðingar titla sig sem
skrásetjara verka sinna. Á móti kemur að það sama á við um þá og
aðra höfunda: Viðurkenndur sagnfræðingur á sínu sviði gefur með
nafni sínu röksemdafærslu og viðfangsefni vissan trúverðugleika.
I viðtökufræðilegri áhrifagreiningu skiptir persóna „höfundar-
ins" ekki meginmáli, og þá jafnvel ekki hvort hann er eða var af
holdi og blóði. Málið snýst um tiltekinn handhafa áhrifa- og/eða
kennivalds og þá skiptir öllu að menn komi auga á handhafann,
hver eða hvað sem hann er. Hann gæti allt eins verið hópur, stofn-
un, trúarbrögð eða samfélag, eða öllu heldur sú orðræða sem
myndast hefur í kringum þessi fyrirbæri og skýrir og viðheldur
stöðu þeirra. Franski söguheimspekingurinn Michel Foucault
(1926-1984) sér raunar höfundinn36 fyrir sér sem hluta tiltekinnar
orðræðuskipunar er hefur merkingarmótandi áhrif innan samfé-
lagsins í krafti valds sem liggur oftar en ekki undir yfirborði þess
og er því vandgreinanlegt. Samfélagið grundvallast á mörgum og
ólíkum orðræðuhefðum sem hafa mismunandi stöðu innan þess
valdakerfis sem þar ríkir. Öll þekking og merking sækir styrk sinn
og markast af ákveðinni orðræðu sem setur henni viss takmörk á
hverjum tíma. Sem dæmi um þetta mætti nefna hinar margvíslegu
orðræðuhefðir laga, vísinda, lista, stofnana og svo mætti lengi telja.
36 Nánari útlistun á höfundarhugtaki Foucaults má finna í eftirfarandi grein
hans: „What is an author?" Modern criticism and Theory. Ritstj. David Lodge
(London og New York, 1994), bls. 197-210. í þessu samhengi mætti nefna að
fjallað hefur verið um höfundarhugtakið í sambandi við íslensk skáldskapar-
fræði út frá kenningum Foucaults í grein Þrastar Fíelgasonar, „Tilurð höfund-
arins. Efling sjálfsverunnar á átjándu og nítjándu öld í ljósi íslenskrar skáld-
skaparfræði," Skírnir 169 (haust 1995), bls. 279-308.