Saga - 2005, Side 107
SAGAN SEM SJÓNARHORN
105
Fish gerir að megininntaki í kenningum sínum enda vinna þeir að
mörgu leyti innan sömu orðræðuhefðar.40 Með því að líta á samfé-
lagið og orðræðuna innan þess sem hluta af skynheild viðtakand-
ans mætti jafnframt nýta kenningar Foucaults innan viðtökufræði-
legrar sagnfræði sem mótuð væri út frá kenningum Isers.
Það er nauðsynlegt að árétta að þetta er aðeins tillaga um nálg-
unarleið því að meginkostur viðtökufræðinnar er einmitt sá að
henni er hægt að beita frá ýmsum sjónarhornum og samnýta með
40 Hugmyndir Fish um samfélagið sem mótandi áhrifavald á líf einstaklinganna
tengjast kenningum marga annarra fræðimanna beint og óbeint. Foucault
fjallar t.d. um það hvemig samfélagið leitast við að stjóma þeirri orðræðu sem
fram fer innan þess og ákvarða með því hvað telst sannleikur og hvað það er
sem skiptir máli, eins og komið var aðeins inn á hér að framan. í kenningum
sínum leggur franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu (1930-2002) líka
mikið upp úr áhrifavaldi samfélagsins. í flóknu fyrirbæri/líkani sem hann
kallar habitus leitast hann við að greina hin gagnvirku samskiptamynstur ein-
staklings og samfélags. Hann gengur út frá því að einstaklingurinn lifi í
mörgum félagslegum rýmum (social spaces) á hverjum tíma (sem t.d. er hægt
að skilgreina út frá fjölskyldu, starfsstétt, búsetu, efnahag, aldri, áhugamál-
um, bílaeign, heilsufari, menntun o.s.frv.) og hægt er að sjá habitus fyrir sér
sem skurðpunkt tiltekinna ferla í tilteknu félagslegu rými. Með þessum hætti
leitast hann við að varpa ljósi á þann gríðarlega flókna merkingarvef sem ein-
kennir mannlegt samfélag. Líkt og hjá Focault þá hverfist samfélag Bourdieus
um vald og beitingu þess og þeir eiga það báðir sameiginlegt með Fish að leggja
mikið upp úr áhrifavaldi tungumálsins. En það strúktúralíska samfélag sem
birtist í kenningum Bourdieus er ólíkt meira fyrirskipandi en túlkunarsamfé-
lag Fish, auk þess sem hann samþykkir skiptingu/gagnvirkni milli hins
objektíva og hins súbjektíva innan fræðanna sem Fish myndi aldrei gera (allt
er túlkun). í kenningum sínum hefur Foucault skipt þekkingarsögu nýaldar í
Evrópu í fjögur tímabil: endurreisn (16. öld og fram á 17. öld), klassík (nær til
loka 18. aldar), nútíma (frá byrjun 19. aldar og fram á miðja 20. öld) og fram-
tíð (nýr, öðruvísi tími sem er í fæðingu). Hvert tímabil myndar „sjálfstætt"
þekkingarskeið/hugsunarkerfi sem hann kallar „epistéme" og er eins konar
net/heild þeirra orðræðna sem á tilteknum tíma tengjast og mynda grundvöll
myndmáls, vísinda og formlegra þekkingarkerfa. Samkvæmt þessu er Fou-
cault í vissum skilningi búinn að „forákvarða" áhrifavald þess samfélags/tíma-
bils sem hann fæst við hverju sinni; sjá t.d. Pierre Bourdieu, Language & Sym-
bolic Power (Cambridge Massachusetts, 1991); Peter Burke, History and Social
Theory (Cambridge, 2000); Michel Foucault, The Order of Things. An Archaeo-
logy of the Human Sciences (New York, 1994). Þannig er það samfélag sem birt-
ist í viðtökufræði Fish miklu opnara/víðara og minna fyrirskipandi en hjá
þeim Foucault og Bourdieu og gefur þar af leiðandi þeim sem nýta sér kenn-
ingar hans mikið frelsi til að móta þær eftir eigin höfði.