Saga - 2005, Page 120
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR
Maldað í móinn
í hausthefti Sögu 2004 skrifuðu prófessorarnir Helgi Þorláksson og
Gísli Gunnarsson hvor sína grein1 og birtu skoðanir sínar og skiln-
ing á umsögn í vorhefti Sögu sama ár um ritverk Helga Þorláksson-
ar, Sögu íslands VI. Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds.2 Einkum fjargviðrast
þeir yfir orðasambandinu „opinber nútímasöguskoðun". Virðast
vilja láta það merkja opinbera sagnfræði ráðamanna landsins og
telja hana í ýmsu litaða af hinni „gömlu söguskoðun sjálfstæðis-
baráttunnar" (bls. 147) og vera í andstöðu við „nýja strauma í
sagnfræði" (bls. 156). Þeir dæma undirritaða hiklaust í flokk með
þeim sem þeir segja að beri ok þröngrar „söguskoðunar í anda
þjóðernisstefnu" (bls. 148) og haldi í heiðri „opinberum söguskiln-
ingi fyrri tíma, sem hér ríkti á tímum sjálfstæðisbaráttu" (bls. 156).
Ekki hrekk ég undan þeim heiðri, en vil árétta að með orðasam-
bandinu „opinber nútímasöguskoðun" á ég við þann söguskilning
sem þeir sögubræður, Gísli og Helgi, hafa uppi í ræðu og riti í
þeim tilgangi að „afbyggja söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar"
sem Helgi segir þá vera „í miðju kafi við" (bls. 151). Ég legg ekki
hlustir við hátíðarræðum stjórnmálamanna í sparifötum, en við
mér blasir að gerðir stjórnvalda og afbyggingarstefna prófessor-
anna eiga í mörgu samleið. Eftir mínum skilningi er hlutverk starf-
andi sagnfræðinga að móta „opinbera söguskoðun" sem vitaskuld
hlýtur að markast af tíðaranda mannfélaga í grenndinni og víxl-
verkunum milli söguskilnings fræðimanna og sýslu landsstjórnar-
manna á hverjum tíma.
Meginmál Gísla og Helga er að lofa eigin skoðanir og hæla ritum
sínum, tefla fram „nýrri fræðimennsku" (bls. 156) og afbyggja þjóð-
ernissinnaða söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar. Til þessa hafa þeir
1 Helgi Þorláksson, „Nútímalegur rétttrúnaður undir forsjá forsætisráðuneytis?",
Saga XLII:2 (2004), bls. 145-151. — Gísli Gunnarsson, „Sagnfræðirannsóknir og
söguleg þjóðemisstefna", Saga XLII:2 (2004), bls. 152-156. Hér eftir verður vís-
að til þessara greina með blaðsíðutali í sviga.
2 Guðrún Ása Grímsdóttir, Ritdómur: Helgi Þorláksson, Saga íslands VI. Frá
kirkjuvaldi til ríkisvalds, Saga XLII:1 (2004), bls. 233-237.