Saga - 2005, Blaðsíða 121
MALDAÐ í MÓINN
119
undir pistil minn frá í fyrravor, læt ég þó ekki segjast, held þjóðern-
ishyggju vera aflvaka sögunnar og lífsanda þjóðanna.
í grein Gísla (bls. 152) eru orð mín í beinni tilvitnun af bls.
234-235 ranghermd, ekki geri ég veður út af því, en vil benda hon-
um á það sem ég kalla hugsanaskekkju þegar hann skrifar: „Ekki er
ástæða til að ætla að verslunarhugmyndir höfðingja á 17. öld hafi
verið mjög frábrugðnar viðhorfum embættismanna um 1770" (bls.
154) sem Gísli heldur að hafi verið fylgjandi einokunarverslun. Gísla
skortir hér átakanlega sagnfræðileg rök fyrir ætlun sinni; andstæða
skoðun má lesa úr orðun Gísla Oddssonar Skálholtsbiskups sem
skrifaði Jóni Magnússyni, sýslumanni í Haga á Barðaströnd, bréf
með þessum orðum meðal annars:
Framar víkið þér á í yðar bréfi um harðindi og hallæri landsins
eirnin af því tilefni að fátækum mönnum býðst ekki lítilmótleg
höndlun við engelska sem aungum er til meins né baga síst
compagnienu. Mun það ekki hverju orði sannara að landið er
orðið aumt, fríður peningur fallinn fyrir hörðum árum so fáir
menn eru í skatti, góts og peningar, hafi það nokkurstaðar til
verið, burtu flutt af landinu, sumt gefins, sumt fyrir sannar
skuldir, þar ofaná kemur ólíðanleg kauphöndlun og ekki alltíð
eftir taxtanum vel ef þá ekki fylgir með röng eða engin vog og
mælir, ofan á það það stranga forboð um engelskra höndlan, en
hvör þorir um að kvarta?3
Ekki ætla ég að karpa við Helga um lífsskoðanir Jóns Arasonar
né munnhöggvast við Gísla um stéttaskiptingu innan bændastéttar
eða um hver kvað við raust og hver ekki (sbr. bls. 155). Þó langar
mig að gamni að minna Gísla á frásögn Harðar sögu af húsgangs-
manninum Sigmundi sem oftast var í gestahúsum á bæjum þar sem
hann kom nema hann væri „inni til skemmtanar"4, einnig á Einar
fóstra, skáld Bjarnar Jórsalafara, Svart á Hofstöðum, skáld Ólafar
ríku og í þriðja lagi Árna Böðvarsson, skáld á Ökrum, sem orti heila
rímnaflokka fyrir Jón Árnason, sýslumann á Ingjaldshóli.
Þeir sögubræður nefna báðir andúð mína á umfjöllun Helga um
fyrirbrigði sem þeir kalla „ofbeit" en þess hugtaks verður reyndar
fyrst vart í ritum eftir seinni heimsstyrjöld. Gísli gerir mér það upp
að tal um „ofbeit" felli ég undir „bændaróg". Ég gerði þetta atriði í
3 Stofnun Árnn Mngnússonar á íslandi, AM 244 4to, bl. 243v-244r. Bréfabók Gísla
Oddssonar biskups,
4 Harðar saga 9. kap. íslenzk fornrit XIII (Reykjavík, 1991).