Saga - 2005, Page 123
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Rannsóknafrelsi, ritstuldur
og viðurkennd fræðileg vinnubrögð
í eftirmála ritsins Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir farast Sig-
urði Nordal prófessor, virtasta bókmenntaskýranda íslendinga á
tuttugustu öld, svo orð:
Vel má vera, að eg ætti að afsaka það, hversu spart hér er hald-
ið á tilvísunum. Fjöldi þeirra var til á seðlum og í frumdráttum
að þessari grein, sem hefur verið lengur í deiglunni en eg gæti
sagt frá kinnroðalaust. En þegar til kom, fannst mér, ef öllu
væri til skila haldið, að þær gæfu henni meira yfirskin lær-
dóms og bókvísi en hún ætti skilið, enda skiptu litlu eða engu
um það, sem mér var helst í mun að segja. Þær lentu því
flestallar í tryggasta hæli allra ritsmíða, í pappírskörfunni. Eg
treysti því, að hugsanlegir lesendur sakni þeirra ekki að neinu
ráði. — Vonandi þekkja flestir þeirra Passíusálmana nógu vel
til þess, að ekki þurfi sífellt að hafa vísifingurinn á lofti til þess
að benda á það, sem tilfært er úr þeim, beinlínis og óbeinlínis.
Þær heimildir, sem hér hefur annars verið höfð hliðsjón af, eru
að vísu ekki miklar að vöxtum, en þær eru furðulega dreifðar
og sumar í ritum, sem eru einungis í höndum örfárra bóka-
béusa. Það nær ekki neinni átt að ætlast til þess af fólki, sem er
með öllum mjalla, að fara að leita þær uppi. Eg má líka þykjast
góðu bættur, ef stærsti gallinn á þessum brotum er skortur á
neðanmálsgreinum.1
Helga Kress prófessor er ekki sammála Sigurði, eins og sést á ritgerð
hennar um bók mína Halldór, fyrsta bindi ævisögu Halldórs Kiljans
Laxness, sem birtist í tveimur heftum Sögu 2004, samtals 70 bls.2
1 Sigurður Nordal, Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir (Reykjavík, 1970), bls.
139-140.
2 Hannes H. Gissurarson, Halldór 1902-1932. Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness
(Reykjavík, 2003); Helga Kress, „Meðal annarra orða. Um aðferðafræði og
vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs Laxness. Fyrri hluti," Saga XLII:1
(2004), bls. 187-220, og „Meðal annarra orða. Um aðferðafræði og vinnubrögð
við ritun ævisögu Halldórs Laxness. Síðari hluti," Saga XLII:2, bls. 187-222.
Saga XLIII: 1 (2005), bls. 121-153.