Saga - 2005, Qupperneq 125
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
123
keppni hugmynda. En hitt hefði verið eðlilegt, að ritgerð Helgu
hefði ekki verið birt sem dómur, heldur aðsend grein, og að hinna
tvíþættu hagsmunatengsla höfundar við erfingja Laxness hefði ver-
ið getið, enda segir í siðareglum Háskóla íslands, sem samþykktar
voru og kynntar, eftir að ég skrifaði bók mína, en áður en Helga
birti ritgerð sína: „Kennarar, sérfræðingar og nemendur forðast að
hagsmunatengsl hefti rannsóknafrelsi og hamli viðurkenndum
fræðilegum vinnubrögðum. Þeir upplýsa um þau hagsmunatengsl
sem til staðar eru."5
í ritgerð sinni í Sögu hneykslast Helga á því, að ég skuli birta í
bók minni upp úr óprentuðum bréfum Halldórs Kiljans Laxness, án
þess að ljóst sé, „hvort leyfi hafi fengist fyrir birtingunni".6 7 Af þessu
tilefni hlýt ég að rekja stuttlega, hvernig aðgangi að bréfum Laxness
á handritadeild Landsbókasafnsins er háttað. Á degi íslenskrar
tungu, 16. nóvember 1996, gaf Auður Laxness bréfasafn eigin-
manns síns (sem þá var raunar á lífi) Landsbókasafninu við hátíð-
lega athöfn. „Ég læt nú eiginlega allt fara, því það eru engin leynd-
armál svoleiðis," sagði Auður í viðtali við Morgunblaðið. Hún sagði,
að dætur þeirra hjóna hefðu orðið hissa á þessu, en bætti við: „En
mér finnst bara að þessi gögn eigi hvergi annars staðar heima. Mað-
ur nennir ekkert að fara að græða peninga á því að gefa þetta út.
Það er að minnsta kosti ekki í anda Halldórs, ég veit það."y Engin
skilyrði fylgdu gjöfinni. En skömmu eftir að ég hafði skýrt erfingj-
um Laxness frá því, að ég væri að semja bók um hann, skrifaði Auð-
ur bréf til Landsbókasafns, 18. september 2003, þar sem hún óskaði
eftir því, að bréfasafnið yrði lokað öllum öðrum en tveimur nafn-
greindum fræðimönnum, Halldóri Guðmundssyni og Helgu Kress,
og fjölskyldu Laxness.8 Halldór er ekki síður kunnur að samúð með
róttækri vinstri stefnu en Helga (en hún var í framboði fyrir Al-
5 Siðareglurnar eru birtar á vef Háskóla íslands, www.hi.is/page/sidareglurhi.
Þetta er ákvæði 2.1.5. Þær voru samþykktar á háskólafundi 7. nóv. 2003, en
kynntar starfsfólki á vef Háskólans 10. nóv., sama dag og ég lauk bók minni og
sendi í prentsmiðju (en bókina hafði ég samið næstu tvö ár á undan og auðvit-
að stundað rannsóknir um efnið í mörg ár).
6 Helga Kress, „Meðal annarra orða. Fyrri hluti," bls. 194.
7 „Handritasafn Halldórs Laxness afhent Landsbókasafni íslands," Morgunblað-
ið 19. nóv. 1996.
8 Nafn Helgu Kress mun að vísu ekki hafa komið fram í upphaflega bréfinu, en
því var bætt við síðar skv. upplýsingum Landsbókasafns - Þjóðarbókhlöðu til
mín.