Saga - 2005, Qupperneq 126
124
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
þýðubandalagið 1967). Það duldist ekki, að lokun bréfasafnsins var
í því skyni að torvelda mér vinnslu bókar minnar um skáldið. Hlut-
ur Helgu að þessu máli hlýtur að vekja athygli. Segir ekki í siðaregl-
um Háskóla íslands, að fræðimenn eigi að forðast, að hagsmuna-
tengsl hefti rannsóknafrelsi? Hvernig verður búist við því, að Helga
geti skrifað af hæfilegri fræðilegri óhlutdrægni um Laxness, þegar
hún er sérvalin af erfingjum hans til að nota bréfasafn hans?
Á þessu máli eru ýmsar hliðar. í bréfasafni Halldórs Kiljans Lax-
ness eru vitaskuld aðallega bréf til hans eftir aðra (auðvitað ásamt
afritum af bréfum hans til annarra, stundum frumritum). Hvernig
gátu erfingjar Laxness bannað öðrum en völdum fræðimönnum af-
not af þeim bréfum, sem þeir höfðu engan höfundarrétt á? Og hvað
um bréf frá Laxness í öðrum bréfasöfnum, sem erfingjarnir höfðu
að vísu höfundarrétt á, en ekki neinn aðgangsrétt á umfram aðra og
því síður varðveislurétt? Aðalatriðið var hér þó það, að bréfasafnið
hafði verið afhent kvaðalaust, um leið og sérstaklega hafði verið
tekið fram, að í því væru engin leyndarmál og að erfingjarnir ætl-
uðu sér ekki að hagnast á höfundarrétti sínum á bréfum Laxness.
Hafði Landsbókasafnið samkvæmt þessu lagaheimild til að meina
mér um afnot af bréfasafninu, en veita Helgu Kress þau?9 Ýmis
dæmi mætti hugsa sér í þessu sambandi: Hvað um kunnan kven-
hatara, sem hefði viljað meina öllum konum um afnot af bréfasafni
sínu? Væri ekki jafnræðisreglan, sem viðurkennd er í vestrænum
rétti, með því brotin?
Landsbókasafnið fól Erlu S. Árnadóttur hrl., sem sérfróð er um
höfundarrétt, að taka saman greinargerð um málið. Erla komst að
þeirri niðurstöðu, að Landsbókasafnið hefði öðlast eignarrétt á
bréfasafni Laxness, um leið og það var gefið þangað, þótt erfingjar
skáldsins ættu áfram höfundarrétt að verkum þess. Erla benti einnig
á, að Landsbókasafnið yrði að lögum að gæta jafnræðis um aðgang
almennings að gögnum þess. En þar eð erfingjar Laxness ættu höf-
undarrétt að gögnum frá honum, hefðu þeir ætíð heimild til að af-
rita gögnin til einkanota, og yrði að líta svo á, að einstaklingar þeir,
sem taldir væru upp í bréfi erfingjanna frá 18. september 2003
(Helga Kress og Halldór Guðmundsson), væru nefndir eða valdir „í
skjóli þessarar aðstöðu".10 Erla virtist með öðrum orðum telja, að
9 Sbr. Hannes H. Gissurarson, „Bréf til stjómar Rithöfundasambands íslands,"
Morgunblaðið 6. okt. 2003.
10 „Bréfasafn Halldórs Laxness afhent Landsbókasafni án nokkurra kvaða,"
Morgunblaðið 31. okt. 2003 (úr álitsgerð Erlu S. Ámadóttur).