Saga - 2005, Side 127
RANNSÓKNAFRELSI OG RITSTULDUR
125
jafnræðisreglan væri ekki brotin, væri um starfsmann erfingjanna
að ræða, því að þá réttlætist einkaaðgangur hans af hagsmuna-
gæslu fyrir þá.11 Erla hélt enn fremur fram í greinargerð sirrni, að
Landsbókasafninu væri ekki heimilt að takmarka aðgang að gögn-
um frá öðrum, sem kynnu að vera í bréfasafni Laxness, til dæmis
bréfum þeirra til hans. Sú niðurstaða Erlu, sem lesendur Sögu hafa
hins vegar eflaust mestan áhuga á, er sú, að það jafngilti birtingu í
skilningi höfundaréttarlaga, að gögn Laxness voru öllum aðgengi-
leg á Landsbókasafninu.12 Gilda þá venjulegar reglur um tilvitnan-
ir í þau gögn. Hneykslunarorð Helgu um það, að ég hafi vitnað til
óprentaðra bréfa frá Laxness, án þess að ljóst sé, „hvort leyfi hafi
fengist fyrir birtingunni", eru því óþörf. En því er við að bæta, að
niðurstaða Erlu er í fullu samræmi við Bernarsáttmálann um höf-
undarrétt, sem ísland er aðili að. Þar er í ákvæði um tilvitnunarrétt
ekki talað um prentun, heldur um það, hvort höfundarverk hafi
verið gert aðgengileg almenningi, „made available to the public".13
Raunar má spyrja, hvort sú niðurstaða Erlu S. Árnadóttur stand-
ist, að erfingjar Halldórs Kiljans Laxness (og starfsmenn þeirra eins
og Helga Kress) hafi í krafti höfundarréttar síns aðgangsrétt um-
fram aðra að bréfasafni Laxness í handritadeild Landsbókasafnsins.
Ekki eru nein bein ákvæði um þetta í lögum. En til eru hliðstæður.
Höfundalögunum íslensku var breytt 1992 til að tryggja aðgangs-
11 í tölvuskeyti til mín 2. apríl 2004 mótmælti Helga Kress því, að hagsmuna-
tengsl væru milli hennar og erfingja Laxness. En hvort tveggja var, að daginn
áður hafði Guðný Halldórsdóttir upplýst það í viðtali í Morgunblaðinu, að
Helga hefði tekið skýrslu sína saman fyrir erfingjana vegna fyrirhugaðrar
málssóknar þeirra á hendur mér, og að sú sérstaka aðstaða Helgu umfram
aðra fræðimenn að hafa aðgang að bréfasafni Laxness virtist að mati lögfræð-
ings Landsbókasafnsins helgast af því, að hún ynni að sérstökum verkefnum
fyrir erfingjana, eins og ráða mátti af blaðafréttum um greinargerð Erlu S.
Árnadóttur.
12 „Bréfasafn Halldórs Laxness afhent Landsbókasafni án nokkurra kvaða,"
Morgunblaðið 31. okt. 2003 (úr álitsgerð Erlu S. Árnadóttur).
13 í enskri útg. Bernarsáttmálans segir í 1. tl. 10. gr.: „It shall be permissible to
make quotations from a work which has already been lawfully made availa-
ble to the public, provided that their making is compatible with fair practice,
and their extent does not exceed that justified by the purpose, including
quotations from newspaper articles and periodicals in the form of press sum-
maries." Sáttmálinn er víða aðgengilegur á Netinu, ísl. þýð. á http://www.
althingi.is/lagas/122a/1972080.html, enska útg. t. d. á http://www.
wipo.int/treaties/en/ip/berne/trtdocs_wo001.html#P192_37445.